Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
13. nóvember 2025
Útgáfudagur
27. nóvember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1224/2025
13. nóvember 2025
REGLUR
um breytingu á reglum fyrir Háskóla Íslands, nr. 569/2009.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 113. gr. reglnanna:
- 3. málsl. 14. mgr. orðast svo: Umsækjendum sem ekki ná lágmarkseinkunninni stendur til boða að leggja stund á hagnýtt nám í íslensku, að því gefnu að þeir uppfylli kröfur um ensku, og geti með því aflað undirbúnings fyrir inntökupróf í BA-nám í íslensku sem annað mál.
- Á eftir 3. málsl. 14. mgr. bætist við nýr málsliður, 4. málsl., svohljóðandi:
Nemendur sem útskrifast úr hagnýtu námi í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands frá og með árinu 2022 þurfa ekki að taka inntökupróf ef meðaltal einkunna er 7,25 eða hærra. - Á eftir 14. mgr. bætist við ný málsgrein, 15. mgr., svohljóðandi: Sérstakt inntökupróf er haldið fyrir umsækjendur um nám í íslenskustoð. Inntökuprófið er að jafnaði haldið í júní. Þeir sem ná lágmarkseinkunninni 6,0 á inntökuprófinu öðlast rétt til að hefja nám í íslenskustoð. Umsækjendum sem ekki ná lágmarkseinkunninni stendur til boða að leggja stund á hagnýtt nám í íslensku, að því gefnu að þeir uppfylli kröfur um enskukunnáttu, og geta með því undirbúið sig fyrir inntökuprófið í íslenskustoð. Nemendur sem útskrifast úr hagnýtu námi í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands frá og með árinu 2022 þurfa ekki að taka inntökupróf ef meðaltal einkunna er 7,25 eða hærra.
- 15. mgr., sem verður 16. mgr., orðast svo: Sérstakt inntökupróf er jafnframt haldið fyrir umsækjendur um nám í námsleiðinni íslenska sem annað mál – hagnýtt nám. Inntökuprófið er að jafnaði haldið í júní fyrir umsækjendur sem búsettir eru á Íslandi en í mars fyrir umsækjendur sem búsettir eru erlendis. Þeir sem ná lágmarkseinkunninni 6,0 á inntökuprófinu öðlast rétt til að hefja námið.
2. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög um opinbera háskóla, nr. 85/2008, og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 13. nóvember 2025.
Silja Bára R. Ómarsdóttir.
Magnús Jökull Sigurjónsson.
B deild — Útgáfudagur: 27. nóvember 2025