Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Ríkisskattstjóri

Málaflokkur

Skattar - gjöld - tollar

Undirritunardagur

10. desember 2018

Útgáfudagur

20. desember 2018

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1196/2018

10. desember 2018

AUGLÝSING

frá ríkisskattstjóra um skil á tilkynningu um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslu.

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að félög hér á landi sem eru hluti af alþjóðlegri félagasamstæðu skuli eigi síðar en 21. janúar 2019 hafa tilkynnt um hvaða félag annist skil á ríki-fyrir-ríki skýrslu fyrir hönd samstæðunnar. Tilkynningarskylda samkvæmt auglýsingu þessari tekur til félaga með reikningsár sem lýkur á árinu 2018. Tilkynningunni skal skilað með því að senda eyðublaðið RSK 4.31 á netfangið milliverdlagning@rsk.is.

Allar fyrirspurnir vegna framangreindra skila má senda á netfangið milliverdlagning@rsk.is.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt 91. gr. a laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, öðlast þegar gildi.

Reykjavík, 10. desember 2018.

Snorri Olsen ríkisskattstjóri.

B deild - Útgáfud.: 20. desember 2018

Tengd mál