Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Fjármálaeftirlitið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Fjármálastarfsemi
Undirritunardagur
2. júní 2017
Útgáfudagur
7. júní 2017
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 506/2017
2. júní 2017
REGLUR
um tæknilega staðla varðandi upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækja.
1. gr. Gildissvið.
Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem skylt er að veita upplýsingar um áhættuþætti, áhættustýringu og eiginfjárstöðu, sbr. 18. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og VIII. hluta reglugerðar um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017.
2. gr. Upplýsingaskylda fjármálafyrirtækja.
Fjármálafyrirtæki skal birta þær upplýsingar um eiginfjárgrunn sem koma fram í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1423/2013 frá 20. desember 2013, með þeim hætti og með þeirri tíðni sem kveðið er á um í reglugerðinni.
Fjármálafyrirtæki, sem er alþjóðlega kerfislega mikilvægt fyrirtæki, skal birta upplýsingar um þau viðmið sem notuð eru til að tilgreina alþjóðlega mikilvæg fyrirtæki sem koma fram í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1030/2014 frá 29. september 2014, með þeim hætti og með þeirri tíðni sem kveðið er á um í reglugerðinni.
Fjármálafyrirtæki, sem skylt er að viðhalda sveiflujöfnunarauka, skal birta þær upplýsingar um eiginfjáraukann sem koma fram í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1555 frá 28. maí 2015, með þeim hætti og með þeirri tíðni sem kveðið er á um í reglugerðinni.
3. gr. Birting tæknilegra staðla.
Með vísan til 2. gr. öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1423/2013 frá 20. desember 2013, um tæknilega framkvæmdarstaðla varðandi gagnsæi vegna eiginfjárkrafna fjármálafyrirtækja sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1030/2014 frá 29. september 2014, um tæknilega framkvæmdarstaðla varðandi samræmd form og dagsetningar vegna birtingar gilda sem notuð eru til að tilgreina alþjóðleg kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1555 frá 28. maí 2015, til viðbótar við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla vegna birtingar upplýsinga í tengslum við skyldu fjármálafyrirtækja til að viðhalda sveiflujöfnunarauka sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 57/2015 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, vísar Fjármálaeftirlitið til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1423/2013 og 1030/2014 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1555 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union):
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1465400912880&uri=CELEX:32013R1423, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 355, þann 31. desember 2013, bls. 60-88;
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1465465931561&uri=CELEX:32014R1030, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 284, þann 30. september 2014, bls. 14-21; og
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1465401066273&uri=CELEX:32015R1555, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 244, þann 19. september 2015, bls. 1-8.
4. gr. Gildistaka.
Reglur þessar eru settar með heimild í b-lið 2. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Fjármálaeftirlitinu, 2. júní 2017.
Anna Mjöll Karlsdóttir.
Sigurður Freyr Jónatansson.
B deild - Útgáfud.: 7. júní 2017