Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Þingeyjarsveit
Málaflokkur
Skipulagsmál, Þingeyjarsýslur
Undirritunardagur
30. júní 2025
Útgáfudagur
14. júlí 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 794/2025
30. júní 2025
AUGLÝSING
um skipulagsmál í Þingeyjarsveit.
Breyting á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti 22. maí 2025 breytingu á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar.
Svæðið sem tekur breytingum er við skiljustöð þar sem mannvirkjabelti M-2 er stækkað og tveimur lóðum ásamt byggingarreitum er bætt við. Markmiðið er að reisa á annarri lóðinn toppþrýstingsvirkjun sem nýtir glatvarma á svæðinu og á hinni aðstöðu fyrir afleidda starfsemi jarðvarmavirkjunarinnar.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá málsmeðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
Þingeyjarsveit, 30. júní 2025.
Rögnvaldur Harðarson skipulagsfulltrúi.
B deild — Útgáfudagur: 14. júlí 2025