Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Kópavogsbær
Málaflokkur
Skipulagsmál, Kópavogur
Undirritunardagur
2. júlí 2025
Útgáfudagur
4. júlí 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 770/2025
2. júlí 2025
AUGLÝSING
um afgreiðslu Kópavogsbæjar á tillögum að breyttu deiliskipulagi.
Bakkabraut 12. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulags- og umhverfisráð Kópavogs 3. febrúar 2025, með vísan til heimilda í 3. mgr. 3. gr. viðauka IV í samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024, breytingu á deiliskipulaginu Kársneshöfn fyrir lóðina Bakkabraut 12. Í breytingunni felst heimild til að koma fyrir utanáliggjandi svölum á norður- og suðurhlið á 2. hæð núverandi byggingar á lóðinni. Að öðru leyti er vísað til gildandi skilmála.
Birting skipulagsins kemur í stað áður birts skipulags í auglýsingu nr. 603/2025.
Málsmeðferð var skv. 2. mgr. 43. gr. ofangreindra laga.
Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.
Bakkabraut 14. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúinn í Kópavogi 24. mars 2025, með vísan til heimilda skipulagsfulltrúa í 3. mgr. 3. gr. viðauka IV í samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024, breytingu á deiliskipulaginu Kársneshöfn fyrir lóðina Bakkabraut 14. Í breytingunni felst heimild til að koma fyrir utanáliggjandi svölum á norðurhlið á 2. hæð núverandi byggingar á lóðinni. Að öðru leyti er vísað til gildandi skilmála.
Birting skipulagsins kemur í stað áður birts skipulags í auglýsingu nr. 603/2025.
Málsmeðferð var skv. 2. mgr. 43. gr. ofangreindra laga.
Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.
Kópavogi, 2. júlí 2025.
Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi.
B deild — Útgáfudagur: 4. júlí 2025