Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Umhverfisstofnun
Málaflokkur
Rangárvallasýsla, Atvinnustarfsemi, Grindavík, Starfsleyfi
Undirritunardagur
16. mars 2016
Útgáfudagur
7. apríl 2016
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 282/2016
16. mars 2016
AUGLÝSING
um breytingar á starfsleyfum fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
Umhverfisstofnun hefur fallist á breytingar á eftirfarandi starfsleyfum Matorku ehf., kt. 500412-0540:
Starfsleyfi til reksturs fiskeldisstöðvar að Fellsmúla, Hellu. Starfsleyfið var gefið út 4. desember 2014.
Starfsleyfi til reksturs fiskeldisstöðvar vestan Grindavíkur. Starfsleyfið var gefið út 14. janúar 2015.
Starfsleyfin eru gefin út í samræmi við lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
Umhverfisstofnun, 16. mars 2016.
Kristín Linda Árnadóttir forstjóri.
Svava Pétursdóttir sérfræðingur.
B deild - Útgáfud.: 7. apríl 2016