Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Ísafjarðarbær
Málaflokkur
Opinberir starfsmenn, Verkföll og vinnudeilur, Ísafjarðarbær
Undirritunardagur
28. desember 2022
Útgáfudagur
10. janúar 2023
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1713/2022
28. desember 2022
AUGLÝSING
um skrár yfir störf hjá Ísafjarðarbæ sem eru undanskilin verkfallsheimild.
Skrár (listar) Ísafjarðarbæjar skv. 5.-8. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lög nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til voru lagðar fyrir bæjarráð 12. desember 2022 til samþykktar að viðhöfðu samráði við öll hlutaðeigandi stéttarfélög starfsmanna.
- Listi yfir þau störf sem falla undir 6.-8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna:
| Bæjarstjóri | 1 staða |
| Bæjarritari/sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs | 1 staða |
| Sviðsstjóri velferðarsviðs | 1 staða |
| Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs | 1 staða |
| Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs | 1 staða |
| Fjármálastjóri | 1 staða |
| Deildarstjóri í málefnum fatlaðra | 1 staða |
| Deildarstjóri launadeildar | 1 staða |
| Launafulltrúi | 1 staða |
| Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Flateyri, Ísafirði og Suðureyri | 1 staða |
| Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Þingeyri | 1 staða |
| Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar | 1 staða |
| Forstöðumaður skammtímavistunar | 0,1 staða |
| Skólastjórar grunnskóla | 4 stöður |
| Aðstoðarskólastjóri | 1 staða |
| Leikskólastjórar | 4 stöður |
| Aðstoðarleikskólastjóri | 1 staða |
| Hafnarstjóri | 1 staða |
| Slökkviliðsstjóri | 1 staða |
| Aðstoðarslökkviliðsstjóri | 1 staða |
| Umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðar | 1 staða |
- Listi yfir þau störf sem falla undir 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna:
| Varðstjóri slökkviliðs | 1 staða |
| Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður | 1 staða |
| Forstöðumaður sólarhringsþjónustu að Sindragötu og Fjarðarstræti | 1 staða |
| Forstöðumaður sólarhringsþjónustu að Pollgötu | 0,9 stöður |
| Forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu | 1 staða |
| Starfsmenn stuðningsþjónustu | 2,2 stöður |
| Starfsmenn á dagdeild aldraðra Ísafirði | 1,8 stöður |
| Starfsmenn Hvestu, hæfingarstöðvar og skammtímavistunar | Öll stöðugildi. Miðað er við lágmarksmönnun. |
| Starfsmenn sólarhringsþjónustu Pollgötu, Fjarðarstræti og Sindragötu | Öll stöðugildi. Miðað er við lágmarksmönnun á hverju heimili. |
Þannig samþykkt á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 12. desember 2022 og á fundi bæjarstjórnar 15. desember 2022.
Ísafirði, 28. desember 2022.
Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri.
B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2023