Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Málaflokkur
Heilbrigðiseftirlit, Umhverfismál, Ríkisstofnanir, Náttúrurannsóknir - náttúruvernd, Dýravernd
Undirritunardagur
27. júní 2023
Útgáfudagur
28. júní 2023
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 668/2023
27. júní 2023
AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar, nr. 206/2023.
1. gr.
4. gr. gjaldskrárinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Starfsleyfi
og
bráðabirgðaheimild
fyrir
atvinnurekstur
sem
getur
haft
í
för
með
sér
mengun.
Umhverfisstofnun innheimtir gjald fyrir vinnslu og útgáfu starfsleyfa samkvæmt 6. gr., sbr. 1. mgr. 53. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og samkvæmt 14. gr., 38. gr. og 64. gr. a., sbr. 64. gr. b. og 65. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Gjald fyrir vinnslu nýs starfsleyfis er tvíþætt:
-
Grunngjald fyrir móttöku umsóknar, grunnvinnu við gerð starfsleyfistillögu, afgreiðslu, auglýsingu, úrvinnslu og útgáfu. Inni í því gjaldi er tímafjöldi starfsmanna, sbr. 1. gr.:
I. viðauki laga nr. 7/1998 760.000 kr. (40 klst.) II. viðauki laga nr. 7/1998 570.000 kr. (30 klst.) - Gjald fyrir frekari vinnu við gerð starfsleyfistillagna, vinnslu og afgreiðslu innsendra athugasemda og fyrir kynningu, þ.m.t. borgarafund um kynningu á starfsleyfistillögu, skal greiða tímagjald samkvæmt 1. gr., ferðakostnað skv. 2. gr. og annan útlagðan kostnað. Þegar ljóst er að útgáfa leyfis hefur í för með sér umframvinnu skal umsækjanda gerð grein fyrir umfangi þeirrar vinnu.
Reikningur fyrir grunngjaldi, sbr. a-lið 2. mgr., skal gefinn út við móttöku umsóknar. Reikningur vegna frekari vinnu, sbr. b-lið 2. mgr. skal gefinn út þegar ákvörðun Umhverfisstofnunar liggur fyrir. Fyrir endurskoðun eða breytingar á starfsleyfi, skv. 6. gr., sbr. einnig 14. eða 15. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og skv. 65. gr., sbr. 14. eða 38. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, skal greiða tímagjald, skv. 1. gr. gjaldskrárinnar vegna vinnu sérfræðinga. Reikningur skal gefinn út þegar ákvörðun Umhverfisstofnunar liggur fyrir. Umhverfisstofnun er þó heimilt að innheimta gjaldið með öðrum hætti.
Fyrir vinnslu og útgáfu bráðabirgðaheimilda fyrir starfsemi, skv. 7. gr. a laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, skal greiða tímagjald, skv. 1. gr. gjaldskrárinnar vegna vinnu sérfræðings. Reikningur skal gefinn út þegar ákvörðun Umhverfisstofnunar liggur fyrir. Umhverfisstofnun er þó heimilt að innheimta gjaldið með öðrum hætti.
2. gr.
Auglýsing þessi er sett samkvæmt heimild í eftirfarandi ákvæðum laga og öðlast gildi 1. júlí 2023:
- 53. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir,
- 29. gr. og 65. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. júní 2023.
F. h. r.
Ólafur Darri Andrason.
Sigríður Svana Helgadóttir.
B deild - Útgáfud.: 28. júní 2023