Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
13. desember 2021
Útgáfudagur
27. desember 2021
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1532/2021
13. desember 2021
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 153/2010 um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands.
1. gr.
Í stað tölunnar „50“ í lok 1. mgr. I. liðar 1. gr. reglnanna kemur: 40.
2. gr.
Í stað 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. reglnanna koma tveir málsliðir, svohljóðandi: Fjöldi nýrra nemenda í MA-námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf takmarkast við töluna 40. Deildinni er þó heimilt að taka inn allt að 60 nemendur ef aðstæður leyfa að mati forseta fræðasviðsins.
3. gr.
3. gr. a. reglnanna, um takmörkun á fjölda nemenda í námsgreinar stjórnmálafræðideildar, fellur brott.
4. gr.
Á undan orðunum „í hjúkrunarfræði“ í 1. málsl. 7. mgr. 5. gr. reglnanna komi: í 240 eininga námi.
5. gr.
Í stað tölunnar „6“ í lok 2. mgr. 7. gr. reglnanna kemur: 5.
6. gr.
Í stað tölunnar „2“ í lok 1. málsl. 2. mgr. 8. gr. reglnanna kemur: 4.
7. gr.
Í stað tölunnar „3“ í lok 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. a. reglnanna kemur: 2.
8. gr.
Í stað tölunnar „18“ í lok 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. reglnanna kemur: 15.
9. gr.
Í stað tölunnar „20“ í lok 1. mgr. 9. gr. b. reglnanna kemur: 18.
10. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum fræðasviða, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi og taka til háskólaársins 2022–2023.
Háskóla Íslands, 13. desember 2021.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
B deild - Útgáfud.: 27. desember 2021