Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Seðlabanki Íslands
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Fjármálastarfsemi
Undirritunardagur
1. desember 2025
Útgáfudagur
2. desember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1290/2025
1. desember 2025
REGLUR
um aðgerðir gegn markaðssvikum.
1. gr. Gildissvið.
Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 frá 16. apríl 2014 um markaðssvik (reglugerð um markaðssvik) hvað varðar:
- Efni tilkynninga sem ber að leggja fram hjá lögbærum yfirvöldum og um samantekt, birtingu og viðhald listans yfir tilkynningar skv. 4. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Tímasetningu, form og sniðmát framlagningar á tilkynningum til lögbærra yfirvalda skv. 4. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Skilyrði sem gilda um endurkaupaáætlanir og verðjöfnunarráðstafanir skv. 5. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Viðeigandi fyrirkomulag, kerfi og verklag fyrir markaðsaðila sem miðla upplýsingum og framkvæma markaðsþreifingar skv. 11. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Kerfi og sniðmát fyrir tilkynningar sem markaðsaðilar sem miðla upplýsingum og framkvæma markaðsþreifingar skulu nota og snið skránna sem nota skal fyrir tilkynningar skv. 11. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Viðmið, verklag og kröfur um viðurkenningu markaðsframkvæmdar og kröfur í tengslum við að viðhalda henni, fella hana úr gildi eða breyta skilyrðum fyrir viðurkenningu hennar skv. 13. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Tæknilegar leiðir til viðeigandi opinberrar birtingar innherjaupplýsinga og til að fresta opinberri birtingu innherjaupplýsinga skv. 17. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Nákvæmt snið innherjalista og uppfærslu á innherjalistum skv. 18. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Form og sniðmát fyrir tilkynningu og opinbera birtingu að því er varðar viðskipti stjórnenda skv. 19. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Fullnægjandi fyrirkomulag, kerfi, verklag og sniðmát fyrir tilkynningar sem notað er til að koma í veg fyrir, greina og tilkynna um markaðsmisnotkun eða grunsamleg fyrirmæli eða viðskipti skv. 16. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Tæknilegt fyrirkomulag í tengslum við hlutlæga framsetningu fjárfestingarráðlegginga og annarra upplýsinga sem fela í sér ráðleggingu eða tillögu um fjárfestingaráætlun og upplýsingagjöf um tiltekna hagsmuni eða tilgreiningu á hagsmunaárekstrum skv. 20. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Verklag og eyðublöð til samstarfs, upplýsingaskipta og aðstoðar milli lögbærra yfirvalda og samstarfs og upplýsingaskipta milli lögbærra yfirvalda og Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar skv. 24. og 25. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Samstarf við þriðju lönd skv. 26. gr. reglugerðar um markaðssvik.
- Verklag og eyðublöð fyrir lögbær yfirvöld til að skiptast á upplýsingum við Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina skv. 33. gr. reglugerðar um markaðssvik.
2. gr. Tilvísanir.
Lánastofnun skv. CRDIV: Tilvísanir til lánastofnana með starfsleyfi skv. tilskipun 2013/36/ESB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfafyrirtækja með starfsleyfi skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Lagarammi MiFID: Tilvísanir í reglum þessum til lagaramma MiFID skal skilja sem tilvísanir til laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.
Lagarammi UCITS: Tilvísanir í reglum þessum til lagaramma UCITS skal skilja sem tilvísanir til laga nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.
Lagarammi AIFMD: Tilvísanir í reglum þessum til lagaramma AIFMD skal skilja sem tilvísanir til laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Opinbert kerfi skv. tilskipun 2004/109/EB: Tilvísanir til opinbers kerfis skv. 21. gr. tilskipunar 2004/109/EB skal skilja sem tilvísanir til kerfis skv. 36. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Samstæða: Tilvísanir í reglum þessum til samstæðu eins og hún er skilgreind í 11. mgr. 2. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/34/ESB skal skilja sem tilvísanir til samstæðu skv. 33. tölulið 2. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga.
Verðbréfafyrirtæki skv. MiFID II: Tilvísanir til verðbréfafyrirtækja með starfsleyfi skv. tilskipun 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfafyrirtækja með starfsleyfi skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.
Viðskipti skv. endurkaupaáætlun skv. tilskipun 2012/30/ESB: Tilvísanir í reglum þessum til viðskipta skv. endurkaupaáætlun sem heimiluð er í samræmi við 1. mgr. 21. gr. tilskipunar 2012/30/ESB skal skilja sem tilvísanir til viðskipta skv. endurkaupaáætlun skv. 3. mgr. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
Þjónusta verðbréfafyrirtækja skv. viðauka I við MiFID II: Tilvísanir til þjónustu verðbréfafyrirtækja sem talin er upp í A og B þætti I. viðauka tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til fjárfestingarþjónustu og fjárfestingarstarfsemi og viðbótarþjónustu skv. 15. og 66. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.
3. gr. Innleiðing reglugerða.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55 frá 26. ágúst 2021, bls. 232-262 og nr. 8 frá 10. febrúar 2022, bls. 16-48 og 70-119, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 306/2019 frá 13. desember 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14 frá 5. mars 2020 bls. 61-65, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/378 frá 11. mars 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar tímasetningu, form og sniðmát framlagningar á tilkynningum til lögbærra yfirvalda samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/523 frá 10. mars 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar form og sniðmát fyrir tilkynningu og opinbera birtingu að því er varðar viðskipti stjórnenda í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/908 frá 26. febrúar 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um tæknilega eftirlitsstaðla um viðmið, verklag og kröfur um viðurkenningu markaðsframkvæmdar og kröfur í tengslum við að viðhalda henni, fella hana úr gildi eða breyta skilyrðum fyrir viðurkenningu hennar.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/909 frá 1. mars 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um tæknilega eftirlitsstaðla að því er varðar efni tilkynninga sem ber að leggja fram hjá lögbærum yfirvöldum og um samantekt, birtingu og viðhald listans yfir tilkynningar.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/957 frá 9. mars 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um fullnægjandi fyrirkomulag, kerfi og verklag og sniðmát fyrir tilkynningar sem notað er til að koma í veg fyrir, greina og tilkynna um markaðsmisnotkun eða grunsamleg fyrirmæli eða viðskipti.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/958 frá 9. mars 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um tæknilegt fyrirkomulag í tengslum við hlutlæga framsetningu fjárfestingarráðlegginga og annarra upplýsinga sem fela í sér ráðleggingu eða tillögu um fjárfestingaráætlun og upplýsingagjöf um tiltekna hagsmuni eða tilgreiningu á hagsmunaárekstrum.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/959 frá 17. maí 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir markaðsþreifingar að því er varðar kerfi og sniðmát fyrir tilkynningar sem markaðsaðilar sem miðla upplýsingum skulu nota og snið skránna í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/960 frá 17. maí 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um viðeigandi fyrirkomulag, kerfi og verklag fyrir markaðsaðila sem miðla upplýsingum og framkvæma markaðsþreifingar.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1052 frá 8. mars 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um tæknilega eftirlitsstaðla fyrir skilyrðunum sem gilda um endurkaupaáætlanir og verðjöfnunarráðstafanir.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1055 frá 29. júní 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar tæknilegar leiðir til viðeigandi opinberrar birtingar innherjaupplýsinga og til að fresta opinberri birtingu innherjaupplýsinga í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1158 frá 29. júní 2017 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklag og eyðublöð fyrir lögbær yfirvöld til að skiptast á upplýsingum við Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina eins og um getur í 33. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/292 frá 26. febrúar 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklag og eyðublöð til upplýsingaskipta og aðstoðar milli lögbærra yfirvalda samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik.
Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1406 frá 2. október 2020 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklag og eyðublöð til upplýsingaskipta og samvinnu milli lögbærra yfirvalda, Evrópsku verðbréfamarkaðs-eftirlitsstofnunarinnar, framkvæmdastjórnarinnar og annarra aðila skv. 2. mgr. 24. gr. og 25. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 41 frá 16. maí 2024, bls. 16-30, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 98/2023 frá 28. apríl 2023, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 81 frá 9. nóvember 2023 bls. 42-43, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.
Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1210 frá 13. júlí 2022 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 að því er varðar snið innherjalista og uppfærslu þeirra, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 88-95, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 328/2022 frá 9. desember 2022, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48 frá 29. júní 2023 bls. 63-64, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.
Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1783 frá 2. júlí 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem innihalda sniðmát fyrir samstarfssamninga við þriðju lönd, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 41 frá 16. maí 2024, bls. 129-133, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 29/2024 frá 9. desember 2022, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 51 frá 27. júní 2024 bls. 52, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.
Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1959 frá 13. júlí 2022 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla til að setja fram samningssniðmát fyrir seljanleikasamninga fyrir hlutabréf útgefenda fjármálagerninga sem teknir eru til viðskipta á vaxtarmarkaði lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 75 frá 27. nóvember 2025, bls. 4-11, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 135/2025 frá 13. júní 2025, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 61 frá 2. október 2025 bls. 37, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.
4. gr. Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 2. mgr. 19. gr. laga nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, taka gildi þegar í stað. Á sama tíma falla úr gildi reglur nr. 1275/2024 um aðgerðir gegn markaðssvikum.
Seðlabanka Íslands, 1. desember 2025.
Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.
B deild — Útgáfudagur: 2. desember 2025