Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Norðurþing
Málaflokkur
Opinberir starfsmenn, Verkföll og vinnudeilur, Norðurþing
Undirritunardagur
22. janúar 2026
Útgáfudagur
30. janúar 2026
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 82/2026
22. janúar 2026
AUGLÝSING
um skrá yfir þau störf hjá Norðurþingi sem undanskilin eru verkfallsheimild.
Eftirfarandi er skrá Norðurþings yfir starfsheiti starfsfólks sem undanskilið er verkfallsheimild samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga. um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 eins og þeim hefur verið breytt með lögum nr. 70/1996.
Listi yfir þau störf sem falla undir 6.-8. tl. 2. mgr. 19. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986:
Sveitarstjóri Norðurþings.
Fjármálastjóri og staðgengill sveitarstjóra.
Byggingarfulltrúi.
Sviðsstjóri velferðarsviðs.
Sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs.
Verkefnastjóri 3 – fræðslumál.
Verkefnastjóri 3 – framkvæmdasvið.
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Félagsmálastjóri.
Deildarstjóri launadeildar.
Gjaldkeri.
Aðalbókari.
Forstöðumenn í búsetu- eða dagþjónustu.
Forstöðuþroskaþjálfi 1 og 2 í búsetu- eða dagþjónustu.
Forstöðumenn íþróttamiðstöðva.
Skólastjórar grunn-, tónlistar- og leikskóla í Norðurþingi, 4 stöðugildi.
Aðstoðarskólastjórar leikskóla í Norðurþingi, 1 stöðugildi.
Verkstjórar þjónustumiðstöðva/áhaldahúsa í Norðurþingi, 3 stöðugildi.
Slökkviliðsstjórar og varaslökkviliðsstjórar í Norðurþingi, 3 stöðugildi.
Rekstrarstjóri hafna.
Hafnarverðir í Norðurþingi, 4 stöðugildi.
Listi yfir þau störf sem falla undir 1. gr. laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til:
Almennir starfsmenn, Miðjan hæfingastöð.
Almennir starfsmenn, heimaþjónusta.
Almennir starfsmenn, Pálsgarður/Pálsreitur, búseta fyrir fatlaða.
Almennir starfsmenn, Vík íbúðarkjarni fyrir fatlað fólk.
Almennir starfsmenn í Borginni frístund, skammtímavistun fyrir börn með langvarandi stuðningsþarfir.
Verkefnastjóri með sértæka ábyrgð, Miðjan hæfingastöð.
Deildarstjóri á sambýli.
Teymisstjóri á sambýli.
Umsjónarmaður þjónustuíbúða.
Sjúkraliði á sambýli.
Deildarstjóri heimaþjónustu.
Félagsliðar í heimaþjónustu.
Þroskaþjálfi í málefnum fatlaðra á öryggisheimili.
Félagsliðar í Miðju hæfingastöð.
Félagsliðar í Pálsgarði/Pálsreit.
Félagsliðar í Vík.
Félagsliðar í skammtímavistun.
Félagsliðar í Borginni frístund/skammtímavistun fyrir börn með langvarandi stuðningsþarfir.
Frekari liðveisla.
Frekari liðveisla í heimaþjónustu.
Auglýsing þessi öðlast þegar gildi og skrá þessi tekur gildi 15. febrúar 2026 og jafnframt fellur úr gildi skrá sama efnis nr. 104/2025.
Húsavík, 22. janúar 2026.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri.
B deild — Útgáfudagur: 30. janúar 2026