Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Innviðaráðuneytið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Ökutæki
Undirritunardagur
27. nóvember 2025
Útgáfudagur
28. nóvember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1277/2025
27. nóvember 2025
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.
1. gr.
Við 1. mgr. 25. gr. a reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/371 frá 16. desember 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 að því er varðar aðlögun á TM0-gildunum fyrir nýjar fólksbifreiðar og ný, létt atvinnuökutæki, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 151/2025, 13. júní 2025, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 4. september 2025, bls. 492-493.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 27. nóvember 2025.
F. h. r.
Árni Freyr Stefánsson.
Gauti Daðason.
B deild — Útgáfudagur: 28. nóvember 2025