Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Rangárþing ytra
Málaflokkur
Umhverfismál, Rangárvallasýsla
Undirritunardagur
19. janúar 2006
Útgáfudagur
31. janúar 2006
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 66/2006
19. janúar 2006
GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra árið 2006.
1. gr.
Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs, þ.e. sorphirðu og sorpeyðingu, sbr. samþykkt nr. 615/2004 um meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra fyrir árið 2006, skal vera sem hér segir og innheimtast með fasteignagjöldum:
| kr. | ||
| a) | Sorphirða og sorpeyðing frá íbúðum í þéttbýli og dreifbýli m.v. vikulega losun, 1 poki | 13.200 |
| b) | Sorphirða og sorpeyðing frá íbúðum í dreifbýli m.v. losun á 2ja vikna fresti, 1 poki á viku | 12.100 |
| c) | Íbúðir í dreifbýli þar sem pokahirða er ekki - | |
| gámaþjónusta og sorpeyðing | 8.500 | |
| d) | Sumarhús - gámaþjónusta og sorpeyðing | 5.800 |
| e) | Smærri fyrirtæki og stofnanir m.v. 1 pokagildi á viku (margf. í gámum skv. talningu) (fyrirtæki sjá um gáma þar sem þeir eru notaðir en Rangárþing ytra sér um flutning á förgunarstað og greiðir fyrir meðhöndlun úrgangsins þar). Sorphirðing og sorpeyðing | 13.200 |
| f) | Stærri fyrirtæki, stofnanir, sláturhús og fyrirtæki með iðnaðarframleiðslu sjá sjálf um geymslu og flutning úrgangs til móttökustöðva og greiða fyrir meðhöndlun úrgangsins þar samkvæmt gjaldskrám móttökustöðvanna (ef Rangárþing ytra sér um flutning úrgangs frá þessum aðilum og/eða greiðir fyrir meðhöndlun úrgangsins til móttökustöðvanna, skal gera reikning á viðkomandi í samræmi við reikninga frá flutnings- og móttökuaðilum). | |
Gjald fyrir eyðingu sorps er innifalið í framangreindri gjaldskrá, þ.e. kr. 4.700 fyrir íbúðir í þéttbýli og dreifbýli, smærri fyrirtæki og stofnanir margf. m.v. fjölda pokagilda og kr. 1.570 fyrir sumarbústaði.
Gjalddagar eru sömu og fasteignagjalda.
2. gr.
Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings ytra þann 7. desember 2005 samkvæmt ákvæðum 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, gildir fyrir árið 2006 og tekur þegar gildi. Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkti gjaldskrána þann 11. janúar 2006.
Hellu, 19. janúar 2006.
F.h. sveitarstjórnar Rangárþings ytra,
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sveitarstjóri.
B deild - Útgáfud.: 31. janúar 2006