Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Skipulagsstofnun
Málaflokkur
Skipulagsmál, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla
Undirritunardagur
15. janúar 2026
Útgáfudagur
30. janúar 2026
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 67/2026
15. janúar 2026
AUGLÝSING
um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar vegna Litla-Botnslands 1, verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsstofnun staðfesti 15. janúar 2026 breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 26. nóvember 2025.
Í breytingartillögunni felst að marka stefnu um nýtt 13,9 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ20) í Litla-Botnslandi 1 og minnkar frístundabyggð (F40) sem því nemur. Gert er ráð fyrir uppbyggingu hótels með veitingaþjónustu ásamt gestahúsum með gistingu fyrir allt að 200 gesti, starfsmannahúsum ætluðum til fastrar búsetu, viðburðahúsi og náttúruböðum. Heildarbyggingarmagn er allt að 5.000 m² og byggingar að jafnaði á einni hæð. Jafnframt er sérákvæðum fyrir hverfisvernd (HV6 Botn) breytt þannig að heimilt er að byggja þar verslunar- og þjónustusvæði.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsstofnun, 15. janúar 2026.
Ólafur Árnason.
B deild — Útgáfudagur: 30. janúar 2026