Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Fjármálaeftirlitið
Málaflokkur
Bókhald, Lífeyrissjóðir, Reikningar, Ársreikningar
Undirritunardagur
29. júní 2017
Útgáfudagur
13. júlí 2017
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 644/2017
29. júní 2017
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 335/2015 um ársreikninga lífeyrissjóða.
1. gr.
Á eftir 4. málsl. 17. mgr. 10. gr. kemur nýr málsliður sem orðast svo:
Framsetning upplýsinga í skýringum vegna fjárfestingargjalda og áætlaðra fjárfestingargjalda skal vera í samræmi við form í viðauka II.
2. gr.
Við reglurnar bætist nýr viðauki, viðauki II, sem er fylgiskjal með þessum reglum.
3. gr.
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 5. mgr. 40. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Reglurnar öðlast þegar gildi og skulu koma til framkvæmda við gerð ársreikninga fyrir reikningsskilaárið 2017.
Fjármálaeftirlitinu, 29. júní 2017,
Unnur Gunnarsdóttir.
Sigurður Freyr Jónatansson.
VIÐAUKI (sjá PDF-skjal)
B deild - Útgáfud.: 13. júlí 2017