Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Málaflokkur

Skattar - gjöld - tollar

Undirritunardagur

19. desember 2025

Útgáfudagur

30. desember 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1519/2025

19. desember 2025

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru.

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða í reglugerðinni verður svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. er tollyfirvöldum heimilt, til og með 31. desember 2026, að veita ábyrgðaraðila farmskrár skv. 3. gr., undanþágu frá m-lið 2. tölul. 1. mgr. ákvæðisins, um að sex stafa tollskrárnúmer vöru skuli koma fram í farmskrá, að uppfylltu eftirtöldu skilyrði:

  1. Ábyrgðaraðili farmskrár framvísar staðfestingu frá Matvælastofnun, um að stofnuninni sé mögulegt að sinna lögbundnu eftirliti samkvæmt lögum nr. 93/1995, um matvæli, með komu sendinga af dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis og tilteknum vörum, sbr. reglugerð 234/2020, sem og sendingum sem ætlaðar eru til manneldis sem og sendingum sem innihalda dýr og afurðir, sbr. reglugerð nr. 896/2024, á vegum hans.
    Staðfesting Matvælastofnunar er bundin þeim skilyrðum að ábyrgðaraðili farmskrár veiti stofnuninni upplýsingar sem getið er um í 1. tölul. og a–g liðar 2. tölul. 1. mgr. 5. gr., auk upplýsinga skv. m-lið 2. tölul. 1. mgr. 5. gr. ef þær liggja fyrir. Ef vara fellur undir eftirlit Matvælastofnunar og upplýsingar skv. m-lið 2. tölul. 1. mgr. 5. gr. liggja ekki fyrir skal koma fram í vörulýsingu, sbr. g-lið 2. tölul. 1. mgr. 5. gr., um hvaða vörutegund sé að ræða. Þegar um er að ræða vöru sem send er hingað til umflutnings skal ábyrgðaraðili framskrár auk þess veita stofnuninni upplýsingar um brottfarardag og heiti fars eða auðkenni þess. Ábyrgðaraðili farmskrár skal afhenda Matvælastofnun allar framangreindar upplýsingar gegnum vefþjónustu sem stofnunin gerir aðgengilega ábyrgðaraðilum farmskrár.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 31. gr. og 3. mgr. 58. gr. tollalaga, nr. 88/2005, öðlast gildi 1. janúar 2026.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 19. desember 2025.

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Guðlaug M. Valdemarsdóttir.

B deild — Útgáfudagur: 30. desember 2025

Tengd mál