Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Mennta- og menningarmálaráðuneytið (2009-2015)
Málaflokkur
Menntamál, Framhaldsskólar
Undirritunardagur
15. mars 2017
Útgáfudagur
29. mars 2017
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 260/2017
15. mars 2017
REGLUGERÐ
um starfstíma framhaldsskóla.
1. gr.
Árlegur starfstími nemenda í framhaldsskólum skal miðast við 180 kennslu- og námsmatsdaga. Skólameistari ákveður, að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund, upphaf og lok skólastarfs ár hvert á bilinu 18. ágúst – 31. maí. Hann skal tilkynna kennurum og nemendum þá ákvörðun fyrir lok næsta skólaárs á undan.
Skólameistari ákveður, að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund, hvernig fyrrnefndir 180 dagar skiptast milli kennslu og námsmats og helgast það af skólastarfi og námsmatsaðferðum skólans.
2. gr.
Vilji skóli starfrækja sumarönn skal hann leita heimildar mennta- og menningarmálaráðherra. Um starfsemi framhaldsskóla á sumarönn fer samkvæmt námskrá handa framhaldsskólum og gildandi lögum og reglugerðum um starfsemi þeirra.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 15. laga nr. 92/2008, um framhaldsskóla, og öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi reglugerð nr. 6/2001, um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 15. mars 2017.
Kristján Þór Júlíusson.
Ásta Magnúsdóttir.
B deild - Útgáfud.: 29. mars 2017