Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Málaflokkur

Félagsmál, Almannatryggingar

Undirritunardagur

19. desember 2025

Útgáfudagur

29. desember 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1491/2025

19. desember 2025

REGLUGERÐ

um fjárhæðir greiðslna almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar á árinu 2026.

1. gr.

Fjárhæðir greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og greiðslur samkvæmt 42. gr. sömu laga, skulu vera sem hér segir á árinu 2026:

Lífeyristryggingar kr. á mánuði kr. á ári
Ellilífeyrir, skv. 21. gr. 365.592 4.387.104
Hálfur ellilífeyrir, skv. 21. gr. 182.796 2.193.552
Örorkulífeyrir, skv. 24. gr. 416.950 5.003.400
Hlutaörorkulífeyrir, skv. 25. gr. 341.899 4.102.788
Örorkustyrkur, skv. 14. tölul. ákvæðis til bráðabirgða 51.118 613.416
Örorkustyrkur, fyrir 62 ára og eldri,    
skv. 14. tölul. ákvæðis til bráðabirgða 69.148 829.776
Aldursviðbót (100%), skv. 29. gr. 32.917 395.004
Barnalífeyrir, skv. 6. mgr. 40. gr. 50.634 607.608
     
Annað kr. á mánuði kr. á ári
Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur skv. 27. gr. 416.950 5.003.400
Fyrirframgreiðsla meðlags, skv. 1. mgr. 42. gr. 50.634 607.608

2. gr.

Fjárhæðir greiðslna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, skulu vera sem hér segir á árinu 2026:

  kr. á mánuði kr. á ári
Mæðra- og feðralaun með tveimur börnum, skv. 2. mgr. 2. gr. 14.660 175.920
Mæðra- og feðralaun með þremur börnum    
eða fleiri, skv. 2. mgr. 2. gr. 38.111 457.332
Barnalífeyrir, skv. 3. gr. 50.634 607.608
Umönnunargreiðslur (100%), skv. 1. mgr. 4. gr. 273.969 3.287.628
Makabætur og umönnunarbætur, skv. 5. gr. 250.170 3.002.040
Dánarbætur, skv. 1. mgr. 6. gr. 75.420 905.040
Dánarbætur, skv. 2. mgr. 6. gr. 56.496 677.952
Heimilisuppbót, skv. 2. mgr. 8. gr. 92.384 1.108.608
Heimilisuppbót, skv. 3. mgr. 8. gr. 69.126 829.512
Heimilisuppbót hálfs ellilífeyris, skv. 8. gr. 46.192 554.304
Uppbót vegna reksturs bifreiðar, skv. 10. gr. 25.558 306.696

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 63. gr., sbr. 62. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, og 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, öðlast gildi 1. janúar 2026. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1488/2024, um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2025.

Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, 19. desember 2025.

Inga Sæland.

Ásgeir Runólfsson.

B deild — Útgáfudagur: 29. desember 2025

Tengd mál