Upplýsingar um auglýsingu
Deild
C deild
Stofnun
Utanríkisráðuneytið
Málaflokkur
Fjölþjóðasamningar
Undirritunardagur
7. desember 2022
Útgáfudagur
2. maí 2024
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 83/2022
7. desember 2022
AUGLÝSING
um Norðurlandasamning um norrænt menntunarsamfélag á framhaldsskólastigi.
Hinn 13. september 2007 var finnska utanríkisráðuneytinu tilkynnt um staðfestingu Íslands á samningi milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um norrænt menntunarsamfélag á framhaldsskólastigi (sem tekur til almennra bóknáms- og starfsmenntaskóla) sem gerður var í Reykjavík 9. júní 2004. Samningurinn öðlaðist gildi 27. mars 2008 og kemur í stað samnings um sama efni, sem gerður var í Helsingsfors 4. mars 1992, sbr. auglýsing í C-deild Stjórnartíðinda nr. 24/1992, þar sem samningurinn frá 4. mars 1992 er birtur.
Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 7. desember 2022.
F. h. r.
Martin Eyjólfsson.
Anna Jóhannsdóttir.
C deild - Útgáfud.: 2. maí 2024