Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
9. september 2025
Útgáfudagur
23. september 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1008/2025
9. september 2025
REGLUR
um breytingu á reglum um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands nr. 331/2022.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglnanna:
- Eftir 1. mgr. bætist við ný málsgrein, sem verður 2. mgr. og orðast svo í heild sinni: Deildum er heimilt að fara fram á að nemendur með próf frá erlendum skólum, sem hljóta inngöngu í grunnnám sem kennt er á íslensku, hafi staðist sérstakt inntökupróf í íslensku á stigi B2 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum (CEFR).
- 2. mgr. verður 3. mgr., 3. mgr. verður 4. mgr. og 4. mgr. verður 5. mgr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. reglnanna:
- Orðið „efnafræði“ í 1. málsl. 2. mgr. fellur brott.
- Eftir 2. mgr. bætist við ný málsgrein, sem verður 3. mgr. og orðast svo í heild sinni: Æskilegur undirbúningur fyrir nám í efnafræði: 30 einingar í stærðfræði og 40 einingar í náttúrufræðigreinum. Þar af skulu vera minnst 10 einingar í eðlisfræði og 10 einingar í efnafræði.
- 3. mgr. verður 4. mgr., 4. mgr. verður 5. mgr., 5. mgr. verður 6 mgr., 6. mgr. verður 7. mgr., 7. mgr. verður 8. mgr. og 8. mgr. verður 9. mgr.
3. gr
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við reglur nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands með heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 9. september 2025.
Silja Bára R. Ómarsdóttir.
Magnús Jökull Sigurjónsson.
B deild — Útgáfudagur: 23. september 2025