Upplýsingar um auglýsingu
Deild
C deild
Stofnun
Utanríkisráðuneytið
Málaflokkur
Fjölþjóðasamningar
Undirritunardagur
17. maí 2024
Útgáfudagur
13. mars 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 85/2024
17. maí 2024
AUGLÝSING
um bókun um aðild Gvatemala að fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna.
Hinn 16. júní 2016 var norska utanríkisráðuneytinu afhent fullgildingarskjal Íslands vegna bókunar, sem gerð var í Schaan 22. júní 2015, um aðild Lýðveldisins Gvatemala að fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna, sem gerður var í Þrándheimi 24. júní 2013. Alþingi hafði með ályktun nr. 25/145 hinn 17. mars 2016 heimilað ríkisstjórninni að fullgilda bókunina. Tilkynnt verður um gildistöku bókunarinnar síðar.
Bókunin er birt sem fylgiskjal með auglýsingu þessari. Viðauka við bókunina og nánari upplýsingar má nálgast á vef utanríkisráðuneytisins.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 17. maí 2024.
F. h. r.
Martin Eyjólfsson.
Anna Jóhannsdóttir.
Fylgiskjal.
(sjá
PDF-skjal)
C deild - Útgáfud.: 13. mars 2025