Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Landskjörstjórn
Málaflokkur
Kosningar
Undirritunardagur
30. janúar 2024
Útgáfudagur
15. febrúar 2024
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 181/2024
30. janúar 2024
FYRIRMÆLI
landskjörstjórnar um skilríki umboðsmanna við kosningar.
Skilríki umboðsmanna og aðstoðarmanna þeirra eru gefin út af yfirkjörstjórnum kjördæma og yfirkjörstjórnum sveitarfélaga eftir því sem við á.
Á skilríkjunum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:
- Nafn umboðsmanns/aðstoðarmanns.
- Heiti framboðs sem umboðsmaður/aðstoðarmaður starfar fyrir.
- Heiti kjördæmis eða sveitarfélags í kosningum til sveitarstjórna.
- Útgefandi skilríkis, þ.e. hvaða yfirkjörstjórn gefur það út.
- Undirritun útgefanda.
- Til hvaða kosninga skírteinið taki til og dagsetning kjördags.
Skilríkin skulu vera þannig gerð að umboðsmenn/aðstoðarmenn geti borið þau, t.d. sem barmmerki eða í plastvasa sem hengja má um hálsinn. Landskjörstjórn lætur í té fyrirmynd af skilríkjum.
Í gerðabók skal bóka um heiti umboðsmanns/aðstoðarmanns og heiti framboðs.
Fyrirmæli þessi eru sett samkvæmt 3. mgr. 53. gr. kosningalaga nr. 112/2021.
Landskjörstjórn, 30. janúar 2024.
Kristín Edwald.
Arnar Kristinsson. | Ebba Schram. | |
Hulda Katrín Stefánsdóttir. | Magnús Karel Hannesson. |
Ástríður
Jóhannesdóttir
framkvæmdastjóri.
B deild - Útgáfud.: 15. febrúar 2024