Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskólinn á Akureyri
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
28. maí 2025
Útgáfudagur
26. júní 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 691/2025
28. maí 2025
REGLUR
um breytingu á reglum um doktorsnám og doktorspróf við Háskólann á Akureyri, nr. 822/2022.
1. gr.
Í stað „530/2011“ í 2. mgr. 1. gr. reglnanna kemur: 1270/2024.
2. gr.
Á eftir orðunum „leiðbeina meistara-“ í 6. málsl. 1. mgr. 2. gr. reglnanna kemur: og/.
3. gr.
Orðin „fræðasvið og deild“ í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. reglnanna falla brott.
4. gr.
Orðin „eða kandídats“ í 1. mgr. 4. gr. reglnanna falla brott.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „á vef“ í 1. mgr. kemur: gegnum umsóknargátt.
- 3. málsl. a-liðar 2. mgr. fellur brott.
- Á eftir orðunum „Innan mánaðar frá því að“ í e-lið 2. mgr. kemur: umsókn um doktorsnám.
6. gr.
Á eftir orðunum „viðkomandi sviðs og“ í 6. gr. reglnanna kemur: /eða.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglnanna:
- 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Meðlimir doktorsnefndar skulu hafa lokið doktorsprófi, hafa reynslu í leiðsögn nema á öðru eða þriðja háskólaþrepi, t.d. með setu í doktorsnefndum og/eða reynslu af leiðbeiningu meistaranema.
- Í stað „530/2011“ í 2. mgr. kemur: 1270/2024.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglnanna:
- Heiti 10. gr. verður: Námsframvinda og útgönguleið.
- 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Verklýsing um gerð framvinduskýrslna skal hafa hlotið samþykki doktorsnámsráðs.
- 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.
- 3. mgr. orðast svo: Doktorsnemi sem hættir námi en hefur lokið að lágmarki 90 ECTS einingum, getur sótt um útgönguleið (stig 7.1) í samræmi við kafla 2.1 í viðmiðum um æðri menntun og prófgráður (auglýsing nr. 1270/2024). Þar segir að undir sérstökum kringumstæðum sé meistarapróf á doktorsstigi veitt nemendum sem hafa stundað nám til doktorsgráðu og hafa lokið með fullnægjandi hætti a.m.k. helmingi þeirrar rannsóknar- og ritgerðarvinnu er þarf til að ljúka því prófi, ef sýnt þykir að nemandinn muni ekki ná að ljúka doktorsnáminu. Miðstöð doktorsnáms sendir beiðnina til doktorsnámsráðs til ákvörðunar.
9. gr.
3. málsl. 11. gr. reglnanna orðast svo: Miðbiksmatið er unnið af tveimur meðlimum viðkomandi doktorsnefndar ásamt einum til tveimur utanaðkomandi rýnum sem eru sérfræðingar á viðkomandi sviði og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til doktorsnefnda.
10. gr.
Í stað „530/2011“ í 11. gr. reglnanna kemur: 1270/2024.
11. gr.
Á eftir orðunum „fræðasvið og“ í 2. málsl. 16. gr. reglnanna kemur: /eða.
12. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar voru í háskólaráði, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. einnig 48. gr. reglna nr. 694/2022 fyrir Háskólann á Akureyri, og öðlast þegar gildi.
Háskólanum á Akureyri, 28. maí 2025.
Áslaug Ásgeirsdóttir rektor.
B deild - Útgáfud.: 26. júní 2025