Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Mennta- og menningarmálarn.
Málaflokkur
Sjóðir og stofnanir, Menningarmál, Börn og unglingar
Undirritunardagur
2. desember 2016
Útgáfudagur
23. desember 2016
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1149/2016
2. desember 2016
REGLUR
um breytingu á reglum um Æskulýðssjóð, nr. 60/2008.
1. gr.
Í stað orðanna „auglýsir eftir umsóknum um styrki þrisvar sinnum á ári“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglnanna kemur: auglýsir eftir umsóknum um styrki tvisvar sinnum á ári.
2. gr.
1. málsl. 5. gr. reglnanna orðast svo:
Úthlutað er úr Æskulýðssjóði tvisvar sinnum á ári: 15. febrúar og 15. október.
3. gr.
Reglur þessar eru settar skv. 9. gr. æskulýðslaga, nr. 70/2007, og öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 2. desember 2016.
Illugi Gunnarsson.
Ásta Magnúsdóttir.
B deild - Útgáfud.: 23. desember 2016