Upplýsingar um auglýsingu
Deild
C deild
Stofnun
Atvinnuvegaráðuneytið
Málaflokkur
Fjölþjóðasamningar
Undirritunardagur
11. ágúst 2025
Útgáfudagur
15. ágúst 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 24/2025
11. ágúst 2025
AUGLÝSING
um innleiðingu á breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum inn í Sambandið, um framkvæmd reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og (EB) nr. 178/2002.
1. gr.
Eftirfarandi reglugerð öðlast gildi hér á landi með reglugerð nr. 892/2025 um (12.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdareglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum, sem birt er í B-deild Stjórnartíðinda:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/1441 frá 18. júlí 2025 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum inn í Sambandið og um framkvæmd reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 og (EB) nr. 178/2002. Reglugerðin er birt á ensku í fylgiskjali með auglýsingu þessari.
2. gr.
Auglýsing þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995, 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994, og 29. gr. b laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 11. ágúst 2025.
F. h. r.
Bryndís Hlöðversdóttir.
Svava Pétursdóttir.
C deild — Útgáfudagur: 15. ágúst 2025