Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (2012-2022)

Málaflokkur

Reykjavík, Orkumál, Rangárvallasýsla, Borgarbyggð, Akranes

Undirritunardagur

3. júlí 2013

Útgáfudagur

18. júlí 2013

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 687/2013

3. júlí 2013

GJALDSKRÁ

Orkuveitu Reykjavíkur, heitt vatn.

1. gr.

Almennt.

Gjaldskrá þessi gildir fyrir heitt vatn á veitusvæðum Orkuveitu Reykjavíkur. Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt af heitu vatni, 2% af smásöluverði. Heimilt er að miða innheimtu skattsins við áætlaða sölu. Virðisaukaskattur bætist við öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari, 7% af vatni til húshitunar og laugarvatns en 25,5% til annarra nota.

Á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur gilda mismunandi taxtar í þéttbýli og dreifbýli.

2. gr.

Almennir taxtar, mæld notkun.

Taxti Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur Með 7% vsk. Grunnur
H1A Einingaverð Sala í þéttbýli 118,18 2,36 128,98 kr./m³
J1A Einingaverð Sala í dreifbýli 155,97 3,12 170,23 kr./m³

Taxtarnir gilda fyrir alla húshitun, almenna heimilisnotkun og snjóbræðslu.

Heitt vatn er selt samkvæmt rúmmetramælingu.

Ekki er veittur afsláttur vegna takmörkunar á afhendingu heits vatns og/eða vegna lækkunar á hitastigi vatnsins.

Sækja skal skriflega um alla taxta aðra en ofangreinda taxta.

Heimilt er að innheimta 30% af áætluðum vatnskaupum hjá þeim húseigendum sem ekki eru farnir að kaupa heitt vatn um heimæð ári eftir að hún er tilbúin til notkunar.

3. gr.

Almennir taxtar, fast verð.

Taxti Tegund Stærð mælis Kr. 2% skattur Með 7% vsk. Grunnur
H1A Fast verð A: 15 mm til 20 mm 38,97 0,78 42,53 kr./dag
H1B Fast verð B: 25 mm til 50 mm 81,41 1,63 88,85 kr./dag
H1C Fast verð C: 65 mm og stærri 164,99 3,30 180,07 kr./dag
J1A Fast verð A: 15 mm til 20 mm 44,11 0,88 48,14 kr./dag
J1B Fast verð B: 25 mm til 50 mm 91,96 1,84 100,37 kr./dag
J1C Fast verð C: 65 mm og stærri 186,08 3,72 203,09 kr./dag

Fast verð er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er samkvæmt mæli.

Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er háð stærð mælis. Gjaldinu er dreift jafnt niður á tímabil reikninga.

4. gr.

Gróðurhús og sundlaugar.

Taxti Tegund Tegund Kr. 2% skattur Með 7% vsk. Grunnur
H3 Einingaverð Gróðurhús 59,06 1,18 64,46 kr./m³
H4 Einingaverð Sundlaugar 59,06 1,18 64,46 kr./m³

Skýringar:

Taxtar H3 og H4 eru ekki forgangsvatn. Taxtarnir gilda þar sem nægilegt vatn er til staðar og fullnægjandi flutningsgeta í veitukerfinu að mati Orkuveitu Reykjavíkur.

H4 taxtinn gildir fyrir sundlaugar, set- og vaðlaugar. Heimilt er að tengja baðvatn þessum taxta ef sundlaugin er aðalþáttur í starfsemi kaupanda.

H3 taxtinn gildir fyrir gróðurhús sem framleiða garðyrkjuafurðir í atvinnuskyni.

5. gr.

Snjóbræðsla, fiskeldi, íþróttavellir utanhúss og iðnaðarvatn í framleiðsluferla.

Taxti Tegund Tegund Kr. 2% skattur Með 25,5% vsk. Grunnur
V1 Einingaverð Snjóbræðsla 118,18 2,36 151,28 kr./m³
V2 Einingaverð Fiskeldi 59,06 1,18 75,60 kr./m³
V3 Einingaverð Íþróttavellir, utanhúss 88,73 1,77 113,58 kr./m³
V4 Einingaverð Iðnaðarvatn í framleiðsluferla 59,06 1,18 75,60 kr./m³

Skýringar:

Taxtar V1 til V4 eru ekki forgangsvatn. Þeir gilda þar sem nægilegt vatn er til staðar og fullnægjandi flutningsgeta í veitukerfinu að mati Orkuveitu Reykjavíkur.

V1 taxtinn gildir fyrir sértengt snjóbræðslukerfi.

V2 taxtinn gildir fyrir fiskeldisfyrirtæki í framleiðslu.

V3 taxtinn gildir fyrir upphitaða íþróttavelli utanhúss.

V4 taxtinn gildir fyrir atvinnustarfsemi sem nýtir heitt vatn beint í framleiðsluferla. Taxtinn gildir í engum tilvikum fyrir húshitun eða kranavatn.

5.1

Snjóbræðsla.

S1. Snjóbræðslutaxti, framrásarvatn (aðeins í þéttbýli).

Taxti Tegund Kr. 2% skattur Með 25,5% vsk. Grunnur
Fast verð 495,04 9,90 633,70 kr./dag
SR1 Lágverð Mælt þegar útihiti er
hærri en -5°C
59,06 1,18 75,60 kr./m³
SR1 Háverð Mælt þegar útihiti er
lægri en -5°C
177,24 3,54 226,88 kr./m³

Skýringar:

Mæling á heitu vatni fer fram á afhendingarstað með mælitækjum (tímamæling) sem Orkuveita Reykjavíkur leggur til.

Sækja þarf skriflega um taxtann á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem Orkuveita Reykjavíkur leggur til.

S2. Snjóbræðslutaxti, framrásarvatn með flatargjaldi (aðeins í þéttbýli).

Taxti Tegund Kr. 2% skattur Með 25,5% vsk. Grunnur
Fast verð 495,04 9,90 633,70 kr./dag
SR2 Lágverð Mælt þegar útihiti er
hærri en -5°C
59,06 1,18 75,60 kr./m³
SR2 Háverð Mælt þegar útihiti er
lægri en -5°C
177,24 3,54 226,88 kr./m³
SR2 Daggjald Fyrir hvern m² snjóbræðsluflatar 0,14 0,003 0,18 kr./m²

Skýringar:

Mæling á heitu vatni fer fram á afhendingarstað með mælitækjum (tímamæling) sem Orkuveita Reykjavíkur leggur til.

Taxtinn miðast við að tvöfalt dreifikerfi sé til staðar hjá kaupanda. Daggjaldið er á hvern m² snjóbræðsluflatar.

Sækja þarf skriflega um taxtann á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem Orkuveita Reykjavíkur leggur til.

6. gr.

Frístundahús – hemlataxtar.

Veitu-svæði Taxti Kr. 2% skattur Með 7% vsk. Grunnur
Dreifbýli Grunnverð Kr. á dag fyrir 3 mínútulítra 288,21 5,76 314,55 kr./dag
Einingaverð Kr./dag pr. mín.lítra
umfram 3 l
57,65 1,15 62,92 kr./dag

Skýringar:

Gildir fyrir frístundahús á svæðum Austurveitu, Grímsnesveitu, Hlíðaveitu, Ölfusveitu, Skorradalsveitu, Munaðarnesveitu og Norðurárdalsveitu.

Hitaveituvatn til frístundahúsa er selt um hemil til takmörkunar á rennsli. Mínútulítri táknar það rennsli sem gefur 1 lítra af vatni á 1 mínútu.

Innifalið í grunnverði eru 3 mínútulítrar, sem er minnsta magn sem afhent er til sumarhúsa.

Hægt er að sækja um aukið vatnsmagn hvenær sem er en umsókn um minnkun er aðeins framkvæmd mánuðina apríl og maí ár hvert.

Hugsanlegt er að svæðisbundið sé ekki nægt vatn til að verða við óskum um að kaupa aukið vatnsmagn.

Heimilt er að innheimta 30% af áætluðum vatnskaupum hjá þeim húseigendum sem ekki eru farnir að kaupa heitt vatn um heimæð ári eftir að hún er tilbúin til notkunar.

7. gr.

Verðskrá fyrir Rangárveitu dreifbýli.

Samkvæmt reglugerð nr. 10/2012 um breytingu á reglugerð nr. 297/2006, um Orkuveitu Reykjavíkur með síðari breytingum, nær veitusvæði fyrirtækisins til Hellu og Hvolsvallar og nærliggjandi sveita, eins og það veitusvæði er skilgreint í samningi frá 25. janúar 2005 milli Orkuveitu Reykjavíkur, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps. Í 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um Orkuveitu Reykjavíkur segir einnig að í þeim tilvikum þar sem á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur gilda mismunandi taxtar í þéttbýli og dreifbýli skal skilgreining á milli þéttbýlis og dreifbýlis fylgja því hvernig viðkomandi sveitarfélag skilgreinir þéttbýli á aðalskipulagi. Ákvæði 7. gr. gjaldskrár þessarar gilda eingöngu fyrir dreifbýli á því svæði sem framangreindur samningur tekur til. Önnur ákvæði gjaldskrárinnar, s.s. ákvæði 8. gr. um heimlagnir gilda einnig á því svæði eftir því sem við á.

7.1

Mæld notkun.

Taxti Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur Með 7% vsk. Grunnur
J1A Einingaverð Sala í dreifbýli 155,97 3,12 170,23 kr./m³

7.2

Fast verð.

Taxti Tegund Stærð mælis Kr. 2% skattur Með 7% vsk. Grunnur
J1A Fast verð A: 15 mm til 20 mm 44,11 0,88 48,14 kr./dag
J1B Fast verð B: 25 mm til 50 mm 91,96 1,84 100,37 kr./dag
J1C Fast verð C: 65 mm og stærri 186,08 3,72 203,09 kr./dag

7.3

Íbúðarhús - blandaður taxti.

Taxti Tegund Grunnur Kr. 2% skattur Með 7% vsk. Grunnur
HR5 Grunnverð Grunndagverð 50,39 1,01 55,00 kr./dag
Einingaverð Kr./dag pr. mín.lítra 57,51 1,15 62,77 kr./dag
Einingaverð Neysluvatn um rennslismæli 150,14 3,00 163,86 kr./m³

7.4

Frístundahús – hemlataxti.

Taxti Tegund Grunnur Kr. 2% skattur Með 7% vsk. Grunnur
HR4 Grunnverð Kr. á dag fyrir 3 mínútulítra 288,21 5,76 314,55 kr./dag
Einingaverð Kr./dag pr. mín.lítra
umfram 3 l
57,65 1,15 62,92 kr./dag

8. gr.

Heimlagnir – almennt.

Almennt verð heimlagna gildir í þéttbýli á nýbyggingarsvæðum. Verð gildir ekki þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðarmörkum. Reiknist áætlaður heildarkostnaður við heimlögnina meira en 50% hærri en verðskrá segir til um þá greiðir umsækjandi til viðbótar allan kostnað sem verður umfram þessi 50%. Viðbótarkostnaður samkvæmt þessari reiknireglu er ekki innheimtur samhliða innheimtu yfirlengdargjalda. Geri húseigandi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitarfélags t.d. með því að færa til bílskúr eða annan inntaksstað ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna. Húseigandi sem óskar eftir breytingu eða færslu á inntaksbúnaði eða inntaksstað ber af því allan kostnað. Sama gildir um tímabundna aftengingu.

8.1

Heitt vatn – heimæðagjöld.

Neðangreint verð gildir í þéttbýli þar sem heildarlengd heimæðar er innan við 50 m, 2% yfirlengdargjald er tekið fyrir hvern metra. Sama gildir um hvern metra sem lengd heimæðar fer yfir 20 m innan lóðarmarka. Stærð heimæðar ákvarðast af tilgreindu vatnsmagni í umsókn en stærð heimæðar til upphitunar húsnæðis tekur mið af rúmmáli þess. Virðisaukaskattur reiknast 7% á heimæðagjöld fyrir heimæðar til húshitunar en 25,5% á heimæðagjöld til annarra nota.

Taxti Málstærð Kr. Með 7% vsk. Með 25,5% vsk.
H1H 20 mm 294.477 315.090 369.569
H1H 25 mm 460.120 492.328 577.451
H1H 32 mm 753.861 806.631 946.096
H1H 40 mm 1.177.907 1.260.360 1.478.273
H1H 50 mm 1.840.480 1.969.314 2.309.802

Skýringar:

Ein tengigrind er innifalin í hverju heimæðargjaldi. Fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af heimæðargjaldi viðkomandi málstærðar. Kostnaðarverð stærri heimæða en 50 mm er reiknað sérstaklega fyrir hvert tilvik og m.a. tekið mið af flutningsgetu heimæðar, stofnæða og aðveitu.

8.2.

Heitt vatn – vinnuskúratengingar.

Taxti Málstærð Kr. Með 7% vsk. Með 25,5% vsk.
H2H 20 mm 88.343 94.527 110.870

Skýringar:

Verðið gildir fyrir tengingu við heimæðarenda sem kominn er inn fyrir lóðarmörk ásamt einni tengigrind. Við aðrar aðstæður og fyrir stærri tengingu er hún gjaldfærð í samræmi við raunkostnað.

8.3

Heimæðagjöld í dreifbýli (lögbýli og heilsárshús).

Neðangreind verð gilda þar sem heildarlengd heimæðar er innan við 70 m, 2% yfirlengdargjald er tekið fyrir hvern metra. Stærð heimæðar ákvarðast af tilgreindu vatnsmagni í umsókn en stærð heimæðar til upphitunar húsnæðis tekur mið af rúmmáli þess. Virðisaukaskattur reiknast 7% á heimæðagjöld fyrir heimæðar til húshitunar en 25,5% á heimæðagjöld til annarra nota.

Taxti Málstærð
m.v. stál
Málstærð
m.v. PEX
Kr. Með 7% vsk. Með 25,5% vsk.
H3H 20 mm 25 mm 382.820 409.617 480.439
H3H 25 mm 32 mm 598.156 640.027 750.686
H3H 32 mm 980.019 1.048.620 1.229.924

Skýringar:

Ein tengigrind er innifalin í hverju heimæðargjaldi. Fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af heimæðagjaldi viðkomandi málstærðar. Kostnaðarverð stærri heimæða en 32 mm er reiknað sérstaklega fyrir hvert tilvik og m.a. tekið mið af flutningsgetu heimæðar, stofnæða og aðveitu.

8.4

Heimæðagjöld fyrir frístundahús (í samræmi við byggingarleyfi).

Neðangreind verð gilda í frístundahúsabyggðum þar sem heildarlengd heimæðar er innan við 100 m, 2% yfirlengdargjald er tekið fyrir hvern metra. Virðisaukaskattur reiknast 7% á heimæðagjöld fyrir heimæðar til húshitunar en 25,5% á heimæðagjöld til annarra nota.

Málstærð Skýring Kr. Með 7% vsk. Með 25,5% vsk.
15 mm PEX Heimæð lögð stök frá stofn- eða götuæð 554.976 593.824 696.495
15 mm PEX Heimæð lögð samtímis og í sama skurði
og kaldavatnsæð OR
390.748 418.100 490.389

Skýringar:

Heitavatnsheimæðar fyrir frístundahús eru 15 mm. Ósk um stærri heimæð fellur undir mat Orkuveitunnar á styrk dreifikerfis og verði ósk samþykkt greiðir umsækjandi allan viðbótarkostnað sem fylgir stærri heimæð og þ.m.t. styrkingu á aðveitu.

9. gr.

Þjónustugjöld.

Texti Kr. Með 7% vsk. Með 25,5% vsk.
Seðilgjald 193 242
Tilkynningar- og greiðslugjald 92 115
Aukaálestur 1.894 2.377
Skipting orkureiknings 2.614 2.797 3.281
Innheimtuviðvörun 1) 950 1.192
Lokunargjald 2.702 3.391
Lokunargjald v/sumarhúss 13.385 16.798
Endurkoma vegna tengingar sumarhúss 2) 16.730 20.996
Útkall v/búnaðar notanda í sumarhúsi 3) 13.385 16.798
Gjald fyrir innheimtuaðgerð þar sem nauðsynlegt er að grafa niður á heimæð 4) 294.477 369.569

Skýringar:

Virðisaukaskattur á þjónustugjöld er mismunandi, 7% og 25,5%.

Virðisaukaskattsstig þjónustugjalds ákvarðast af virðisaukaskattsstigi viðkomandi veitutaxta.

1) 20 dögum eftir gjalddaga.
2) Gjald fyrir endurkomu þegar umsækjandi hefur ekki uppfyllt sín skilyrði við áhleypingu.
3) Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda. Sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.
4) 25% álag reiknast á innheimtuaðgerð utan þéttbýlis.

Gjaldskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 139/2001 um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur og orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, sbr. reglugerð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur nr. 297/2006, með síðari breytingum, til að öðlast gildi 1. ágúst 2013 og birtast til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi felld eldri gjaldskrá sama efnis nr. 1070/2012, frá 28. nóvember 2012.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. júlí 2013.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Hreinn Hrafnkelsson.

B deild - Útgáfud.: 18. júlí 2013

Tengd mál