Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Háskóli Íslands

Málaflokkur

Menntamál, Háskólar

Undirritunardagur

19. janúar 2015

Útgáfudagur

20. janúar 2015

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 21/2015

19. janúar 2015

REGLUR

um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Í upptalningu lærdómstitla í tölulið 2.1 í 1. mgr. 55. gr., á eftir orðunum „Master of Accounting," bætast við orðin Master of Applied Statistics og á eftir skammstöfuninni „MAcc." í sama tölulið bætist við skammstöfunin MAS.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr.:

  1. Á eftir núverandi staflið g í upptalningu kennslugreina í 1. mgr. bætist við nýr stafliður, svohljóðandi: Til MA-prófs í fjölmiðla- og boðskiptafræði.
  2. Á eftir 17. mgr., um diplómanám í evrópufræðum, bætist við ný málsgrein, svohljóðandi: Diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræði er sjálfstætt 30 eininga nám að loknu BA-prófi eða sambærilegu háskólaprófi. Nám þetta er hægt að fá metið inn í meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræði.

3. gr.

3. mgr. 98. gr. fellur niður.

4. gr.

Á undan síðustu mgr. 117. gr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Diplómanám í tómstunda- og félagsmálafræði er sjálfstætt 60 eininga nám á grunnstigi.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 132. gr.:

  1. Stafliður c í 1. mgr. breytist og orðast svo: Til viðbótarprófs á meistarastigi, MAS-prófs, í hagnýtri tölfræði, í samstarfi við aðrar háskóladeildir.
  2. 12. mgr. breytist og orðast svo:
    Nám til MAS-prófs í hagnýtri tölfræði (Master of Applied Statistics) er 90 eininga þverfræðilegt nám til viðbótarprófs á meistarastigi (stigi 2.1), sem raunvísindadeild býður í samstarfi við aðrar háskóladeildir, þvert á fræðasvið. Fagleg ábyrgð á námsleiðinni er í höndum námsstjórnar, sem skipuð er fulltrúum þeirra fræðasviða háskólans sem aðild eiga að náminu. Námsbraut í stærðfræði innan raunvísindadeildar annast umsýslu með náminu að öðru leyti. Deildir sem aðild eiga að náminu gera með sér sérstakt samkomulag, þar sem m.a. er kveðið á um inntökuskilyrði, meðferð umsókna, námskröfur og hlutverk stjórnar námsins. Nemendur brautskrást frá raunvísindadeild eða þeirri samstarfsdeild þar sem rannsóknarverkefni (lokaritgerð) nemanda er unnið.

6. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 19. janúar 2015.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 20. janúar 2015

Tengd mál