Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið (2019-2025)
Málaflokkur
Menntamál, Sjóðir og stofnanir
Undirritunardagur
26. mars 2024
Útgáfudagur
27. mars 2024
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 390/2024
26. mars 2024
AUGLÝSING
um setningu úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2024-2025.
Með vísan til 36. gr. laga um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020, hefur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hinn 26. mars 2024 sett úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna fyrir námsárið 2024-2025 samkvæmt fylgiskjali með auglýsingu þessari. Reglurnar eru settar að fengnum tillögum stjórnar Menntasjóðs námsmanna sem samþykktar voru á stjórnarfundi hinn 28. febrúar 2024.
Frá sama tíma fellur úr gildi auglýsing um úthlutunarreglur námsmanna fyrir skólaárið 2023-2024, nr. 333/2023.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. mars 2024.
F. h. r.
Sigríður Valgeirsdóttir.
Jón Vilberg Guðjónsson.
Fylgiskjal.
(sjá
PDF-skjal)
B deild - Útgáfud.: 27. mars 2024