Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Akraneskaupstaður

Málaflokkur

Skipulagsmál, Byggingarmál, Akranes, Mannvirki

Undirritunardagur

15. desember 2025

Útgáfudagur

30. desember 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1505/2025

15. desember 2025

GJALDSKRÁ

Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld.

1. gr. Gjöld.

Fyrir útgáfu leyfa, vottorða, úttektir, yfirferð gagna, auglýsingar, kynningar og aðra umsýslu og þjónustu sem Akraneskaupstaður veitir vegna byggingar- og leyfisskyldra framkvæmda, deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, innheimtir Akraneskaupstaður í umboði bæjarstjórnar gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.

2. gr. Byggingarleyfisgjald.

Gjöld skv. 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

2.1. Byggingarleyfisgjald:

Íbúðarhúsnæði  
Einbýlishús 390.000 kr.
Parhús, tvíbýli og raðhús, verð pr. íbúð 275.000 kr.
Fjölbýlishús, verð pr. íbúð 190.000 kr.
Atvinnu- og þjónustuhús og stofnanir, einnig sama húsnæði með íbúðum  
Gólfflötur allt að 500 fm 400.000 kr.
Gólfflötur 501-1.000 fm 650.000 kr.
Gólfflötur 1.001-2.000 fm 850.000 kr.
Gólfflötur 2.001-5.000 fm 1.000.000 kr.
Gólfflötur stærri en 5.000 fm 1.300.000 kr.
Óeinangraðar geymslur, landbúnaðarbyggingar, hesthús og áþekk hús  
Gólfflötur allt að 100 fm 320.000 kr.
Gólfflötur 101-200 fm 380.000 kr.
Gólfflötur 201-500 fm 430.000 kr.
Gólfflötur 501-800 fm 480.000 kr.
Gólfflötur 801-2.000 fm 520.000 kr.
Gólfflötur stærri en 2.000 fm 600.000 kr.
Ýmis hús og hvers konar viðbyggingar  
Sólstofur, garðhús, bílgeymslur fyrir mest 2 bíla 180.000 kr.
Viðbyggingar allt að 20 fm 140.000 kr.
Viðbyggingar 20-100 fm 240.000 kr.
Niðurrif 100.000 kr.
Breytingar á innra skipulagi, útliti húsa, þ.m.t. svalalokanir 70.000 kr.
Minniháttar breytingar á innra skipulagi, útliti húsa 40.000 kr.
Auglýsingaskilti frístandandi og skilti á byggingum > 1,5 m² 50.000 kr.
Veitumannvirki, dæluhús og spennistöðvar 0-100 fm, möstur o.fl. 150.000 kr.
Viðbyggingar stærri en 100 fm, sömu gjöld og af því húsnæði sem er byggt -
Bílastæðagjald skv. 19. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 700.000 kr.

Innifalið í ofangreindum gjöldum er ein yfirferð aðal- og séruppdrátta, þrjár útmælingar, ein stöðuúttekt, öryggisúttekt og lokaúttekt, fokheldisvottorð og vottorð vegna öryggis- og lokaúttektar.

Heimild er til að innheimta kostnað vegna yfirferðar séruppdrátta þegar um er að ræða stærri byggingar eða flókin mannvirki.

Kostnaður vegna förgunar á jarðvegi auk uppgraftrar og fyllingar vegna gatnagerðar er innheimtur sérstaklega.

2.2. Gjöld vegna stöðuleyfa:

2.2.1 Stöðuleyfi veitt í 1-4 daga 35.000 kr.
2.2.2 Stöðuleyfi veitt til eins árs 50.000 kr.

Varðandi stöðuleyfi þá vísast í gr. 2.6.1 Umsókn um stöðuleyfi og 2.6.2 Heimild leyfisveitanda til að fjarlægja lausafjármuni, í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Undir stöðuleyfi fellur m.a. hjólhýsi á tímabilinu 1. október – 1. maí, gámar, bátar, torgsöluhús, frístundahús í smíðum sem ætluð eru til flutnings og stór samkomutjöld.

3. gr. Gjöld fyrir skipulagsvinnu.

Álögð gjöld skv. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 falla í gjalddaga við samþykkt framkvæmdaleyfis eða umsókn um skipulag eða skipulagsbreytingu og skulu greidd áður en framkvæmdaleyfi er gefið út eða þegar skipulag eða skipulagsbreyting er samþykkt til auglýsingar.

3.1. Aðalskipulagsbreytingar:

3.1.1 Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

340.000 kr./
aðkeypt vinna
kv. reikningi*

3.1.2 Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 360.000 kr.
3.1.3 Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 36. gr. 200.000 kr./
    aðkeypt vinna
    skv. reikningi*
3.1.4 Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. 90.000 kr.

3.2. Deiliskipulagsbreytingar:

3.2.1 Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. 360.000 kr./
    aðkeypt vinna
    skv. reikningi*
3.2.2 Breyting á deiliskipulagi, sbr. 1. mgr. 43. gr. 360.000 kr.
3.2.3 Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2.mgr. 38. gr. og 1. mgr. 43. gr. 280.000 kr./
    aðkeypt vinna
    skv. reikningi*
3.2.4 Breyting á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. 120.000 kr.
3.2.5 Grenndarkynning, sbr. 1. mgr. 44. gr. 110.000 kr.
3.2.6 Breyting á deiliskipulagi, sbr. 3. mgr. 44. gr. 70.000 kr.

3.3. Framkvæmdaleyfi:

3.3.1 Framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga 130.000 kr./
    aðkeypt vinna
    skv. reikningi*
3.3.2 Framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga sem falla undir flokk C í lögum um mat á umhverfisáhrifum 170.000 kr./
    aðkeypt vinna
    skv. reikningi*
3.3.3 Framkvæmdaleyfi skv. 14. gr. skipulagslaga 150.000 kr./
    aðkeypt vinna
    skv. reikningi*
3.3.4 Umsýslu- og auglýsingakostnaður 100.000 kr.
3.3.5 Eftirlit umfram eina ferð sem innifalin er í leyfisgjaldi 25.000 kr

* Fyrir ráðgjafaþjónustu er rukkað skv. reikningi.

4. gr. Gjöld vegna umhverfismála.

4.1. Jarðefni:

4.1.1 Losunargjald, hver losun 9.500 kr.
4.1.2 Losunargjald, minni ökutæki, hver losun 6.200 kr.
4.1.3 Afgreiðslugjald aðgangslykils 9.000 kr.
4.1.4 Uppgröftur/fylling í lóð pr. m³ 4.500 kr.

Gjöld eru samkvæmt reglum um móttökusvæði jarðefna.

Losunargjald á við losun á móttökusvæði jarðefna í Grjótkelduflóa. Minni ökutæki hafa skráða flutningsgetu undir 12 tonnum.

Uppgröftur/fylling í lóð getur komið til vegna vinnu við gatnagerð til þess að koma í veg fyrir hrun jarðvegs vegna vinnu í lóð. Einnig getur þetta verið vegna stígagerðar, vinnu við gangstéttir o.þ.h.

4.2. Afnotaleyfi bæjarlands:

4.2.1 Afnotaleyfi vegna bæjarlands, 1-6 dagar 23.000 kr.
4.2.2 Afnotaleyfi vegna bæjarlands, umfram 6 dagar allt að 1 ár 60.000 kr.
4.2.3 Viðbótardagsleiga vegna daga umfram umsaminn tíma 5.000 kr.
4.2.4 Viðbótardagsleiga með 50% hækkun 7.500 kr.

Gjöld eru samkvæmt reglum fyrir tímabundin afnot af bæjarlandi.

5. gr. Gjöld vegna þjónustu og afgreiðslu.

5.1. Þjónusta og afgreiðsla:

5.1.1 Afgreiðslugjald* skipulags- og byggingarmála (fast gjald) 15.000 kr.
5.1.2 Afgreiðslugjald* fyrir tilkynningarskyldar framkvæmdir 70.000 kr.
5.1.3 Aukagjald fyrir hverja umfjöllun umfram tvær 20.000 kr.
5.1.4 Tímagjald starfsfólks á skipulags- og umhverfissviði 25.000 kr.
5.1.5 Umsögn vegna rekstrar- og starfsleyfa 35.000 kr.
5.1.6 Umsóknargjald byggingarlóðar 200.000 kr.
5.1.7 Umsýslugjald vegna umsóknar byggingalóða 50.000 kr.
5.1.8 Nýr lóðarleigusamningur 25.000 kr.
5.1.9 Endurnýjun á lóðarleigusamning 15.000 kr.
5.1.10 Breytingar á lóðar- og mæliblöðum (merkjalýsing) 150.000 kr.

* Afgreiðslugjald er rukkað fyrir móttöku erindis og er ekki endurkræft

5.2. Þjónustugjöld byggingarleyfa:

5.2.1 Endurnýjuð byggingarheimild/leyfi, – gögn óbreytt 70.000 kr.
5.2.2 Endurskoðun aðaluppdrátta 20.000 kr.
5.2.3 Yfirferð séruppdrátta á skoðunarstofu skv. reikningi
5.2.4 Endurtekin öryggis- og/eða lokaúttekt 50.000 kr.
5.2.5 Gjald fyrir hvert útkall ef verkið er ekki úttektarhæft 30.000 kr.
5.2.6 Úttekt vegna byggingarstjóraskipta 35.000 kr.
5.2.7 Aukaútsetning lóðar/húss pr. mælingu 80.000 kr.

5.3. Eignaskiptayfirlýsing yfirferð:

5.3.1 Eignaskiptayfirlýsingar 2-5 eignir 50.000 kr.
5.3.2 6-15 eignir 65.000 kr.
5.3.3 16-50 eignir 80.000 kr.
5.3.4 51 eign og fleiri 95.000 kr.
5.3.5 Aukagjald fyrir yfirferð eignaskiptayfirlýsingar umfram tvær 13.500 kr.

6. gr. Tryggingar fyrir gjöldum.

Álögðum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari fylgir lögveð í fasteign þeirri sem gjöldin eru lögð á og ganga ásamt vöxtum og kostnaði fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur það einnig til vátryggingarfjár hennar.

7. gr. Gildistaka og breytingar.

Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu í nóvember 2025, 125,9 stig og taka breytingum mánaðarlega í samræmi við breytingar á umræddri vísitölu.

Gjaldskrá þessi sem sett er með heimild í lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulagslögum nr. 123/2010 og öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1280/2024.

Samþykkt í skipulags- og umhverfisráði Akraneskaupstaðar 17. nóvember 2025.

Samþykkt í bæjarstjórn Akraness 9. desember 2025.

Akranesi, 15. desember 2025.

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri.

B deild — Útgáfudagur: 30. desember 2025

Tengd mál