Upplýsingar um auglýsingu
Deild
A deild
Stofnun
Innviðaráðuneytið
Málaflokkur
Skipulagsmál, Húsnæðismál, Samgöngumál, Byggðamál
Undirritunardagur
23. október 2025
Útgáfudagur
30. október 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 68/2025
23. október 2025
LÖG
um breytingu á lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála, nr. 30/2023 (stefnumörkun).
Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
Í stað orðanna „húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna, byggðamála og sveitarstjórnarmála“ í 1. gr. laganna kemur: innviða.
2. gr.
2. gr. laganna orðast svo:
Lög þessi gilda um stefnur á sviði innviða og gerð þeirra ásamt aðgerðaáætlunum, að því marki sem ekki er kveðið á um þær í öðrum lögum.
3. gr.
1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
Ráðherra leggur fram á Alþingi á hverju kjörtímabili tillögur til þingsályktana um stefnur til fimmtán ára á hverju sviði fyrir sig.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
- 1. mgr. orðast svo:
Ráðherra skipar stefnuráð, eitt eða fleiri, sem gera tillögur til ráðherra að stefnum og aðgerðaáætlunum að fengnum áherslum ráðherra.
- Í stað orðanna „Ráðin skulu með virku samráði sín á milli gæta að því að tillögur þeirra uppfylli“ í 2. mgr. kemur: Tillögur skv. 1. mgr. skulu uppfylla.
- Í stað orðanna „Ráðin skulu hvert um sig skipuð“ í 3. mgr. kemur: Stefnuráð skal skipað.
5. gr.
Heiti laganna verður: Lög um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði innviða.
6. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
7. gr.
Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
- Lög um húsnæðismál, nr. 44/1998: 14. gr. b laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Þingsályktun um húsnæðisstefnu.
Ráðherra leggur fyrir Alþingi, innan tveggja ára frá alþingiskosningum, tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu til fimmtán ára í senn. Við gerð stefnunnar skal m.a. höfð hliðsjón af upplýsingum á sviði húsnæðismála sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur safnað og húsnæðisáætlunum sveitarfélaga og upplýsingum um framkvæmd þeirra. Húsnæðisstefna skal fela í sér aðgerðaáætlun til fimm ára sem stuðla á að auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði, húsnæðisöryggi og jafnrétti landsmanna í húsnæðismálum.
- Skipulagslög, nr. 123/2010: 1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
Ráðherra felur Skipulagsstofnun að vinna tillögu að landsskipulagsstefnu, sbr. 10. gr., og setur fram hverjar áherslur landsskipulagsstefnu skuli vera. Ráðherra skal áður en vinna hefst við gerð landsskipulagsstefnu hverju sinni skipa ráðgjafarnefnd sem er Skipulagsstofnun og ráðherra til ráðgjafar og samráðs við gerð tillögunnar. Í ráðgjafarnefnd skulu vera fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, opinberra stofnana og fagaðila á sviði skipulagsmála.
Gjört í Reykjavík, 23. október 2025.
Halla Tómasdóttir.
(L. S.)
Eyjólfur Ármannsson.
A deild — Útgáfudagur: 30. október 2025