Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Fljótsdalshreppur

Málaflokkur

Umferðarmál, Múlasýslur

Undirritunardagur

26. júní 2025

Útgáfudagur

11. júlí 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 785/2025

26. júní 2025

REGLUR

um stöðureiti og gjaldtöku við Hengifoss í Fljótsdalshreppi.

1. gr.

Reglur þessar gilda um notkun og gjaldtöku fyrir stöðureiti við Hengifoss í Fljótsdalshreppi og eru settar með stoð í 2. og 3. mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Reglurnar hafa fengið samþykki lögreglustjórans á Austurlandi skv. 2. mgr. 86. gr. umferðarlaga.

2. gr.

Öllum er skylt að greiða fyrir afnot af stöðureitum við Hengifoss á gjaldskyldutíma. Gjaldskyldutími er allan sólarhringinn allt árið um kring.

3. gr.

Gjaldskrá fyrir bifreiðastöður við Hengifoss er sem hér segir:

Fjöldi sæta í ökutæki Fjárhæð kr.
1-5 1.000
6-8 1.500
9-19 2.500
20-32 5.000
33 og yfir 8.500

Gjaldskyldan nær til hvers konar vélknúins ökutækis eins og það er skilgreint í 43. tölulið c-liðar 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

Greiðsla samkvæmt framangreindri gjaldskrá veitir heimild til notkunar á stöðureit við Hengifoss í allt að fimm klukkustundir í senn.

Óheimilt er að nota gjaldskyldan stöðureit án heimildar samkvæmt framangreindu.

Sé gjaldskyldur stöðureitur notaður án heimildar á gjaldskyldutíma, skal leggja á aukastöðugjald fyrir notkunina í samræmi við f-lið 1. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

4. gr.

Sveitarstjórn annast innheimtu stöðugjalda og skal þeim varið til að standa straum af byggingarkostnaði, viðhaldi og rekstri stöðureita, þ.m.t. launum varða og kostnaði við uppbyggingu, viðhald og rekstur þjónustu sem veitt er í tengslum við notkun stöðureita, svo sem salernisaðstöðu og gerð og viðhaldi göngustíga og göngubrúa og tenginga við önnur samgöngumannvirki.

5. gr.

Reglur þessar eru settar skv. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og öðlast þegar gildi.

Fljótsdalshreppi, 26. júní 2025.

Helgi Gíslason sveitarstjóri.

B deild — Útgáfudagur: 11. júlí 2025

Tengd mál