Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Dalabyggð
Málaflokkur
Gæludýr, Dalasýsla
Undirritunardagur
9. október 2025
Útgáfudagur
30. október 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1117/2025
9. október 2025
GJALDSKRÁ
fyrir hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð.
1. gr.
Sveitarstjórn er heimilt að innheimta skráningar- og eftirlitsgjöld í samræmi við gjaldskrá þessa, skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem er ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð nr. 1040/2025.
2. gr.
Af hundum skal innheimta skráningargjald að upphæð kr. 16.000 á hvern hund og þar eftir árgjald að upphæð kr. 9.500. Innifalið í gjaldi er ormahreinsun og trygging auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.
Gjald greiðist á gjalddaga 15. september en eindagi er 1. nóvember ár hvert. Hafi leyfi ekki verið greitt á eindaga fellur það úr gildi.
Af köttum skal innheimta skráningargjald að upphæð kr. 12.000 á hvern kött og þar eftir árgjald að upphæð kr. 9.500. Innifalið í gjaldi er ormahreinsun og trygging auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.
Gjald greiðist á gjalddaga 15. september en eindagi er 1. nóvember ár hvert. Hafi leyfi ekki verið greitt á eindaga fellur það úr gildi.
Um vexti af vangreiddum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari gilda almennar reglur. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.
3. gr.
Eigendur hunda og katta og annarra gæludýra eru ábyrgir fyrir öllum kostnaði sem hlýst af brotum gegn samþykkt nr. 1040/2025. Við afskráningu hunds eða kattar ber að endurgreiða árlegt gjald í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir eru af árinu, talið frá næstu mánaðarmótum eftir að afskráningu er skilað.
4. gr.
Handsömunargjald vegna hunda er sem hér segir:
- Grunngjald, sem greiðist við hverja föngun, er kr. 16.500.
- Gistigjald, sem greitt er fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem hundur er í vörslu, er kr. 7.000.
- Álag sem bætist ofan á grunngjald og gistigjald, ef hundur er fangaður utan dagvinnutíma, er kr. 16.500.
- Stórhátíðaálag sem bætist ofan á grunngjald, gistigjald og álag skv. C-lið, ef hundur er fangaður á stórhátíðardögum, er kr. 16.500.
Ef til aflífunar hunds kemur, skal eigandi dýrsins að auki greiða útlagðan aflífunarkostnað.
Ef hundur var ekki ormahreinsaður í síðustu skipulögðu ormahreinsun fyrir handsömun, eða síðar af dýralækni, skal láta ormahreinsa hundinn áður en hann er afhentur eiganda og skal eigandi greiða útlagðan kostnað vegna hreinsunarinnar.
Óskráð dýr má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu og greiðslu skráningargjalds og annars áfallins kostnaðar.
5. gr.
Handsömunargjald vegna katta er sem hér segir:
- Grunngjald, sem greiðist við hverja föngun, er kr. 16.500.
- Gistigjald, sem greitt er fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem köttur er í vörslu, er kr. 5.500.
- Álag sem bætist ofan á grunngjald og gistigjald, ef köttur er fangaður utan dagvinnutíma, er kr. 16.500.
- Stórhátíðaálag sem bætist ofan á grunngjald, gistigjald og álag skv. C-lið ef köttur er fangaður á stórhátíðardögum, er kr. 16.500.
Ef til aflífunar kattar kemur, skal eigandi dýrsins að auki greiða útlagðan aflífunarkostnað.
Ef köttur var ekki ormahreinsaður í síðustu skipulögðu ormahreinsun fyrir handsömun, eða síðar af dýralækni, skal láta ormahreinsa köttinn áður en hann er afhentur eiganda og skal eigandi greiða útlagðan kostnað vegna hreinsunarinnar.
Óskráð dýr má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu og greiðslu skráningargjalds og annars áfallins kostnaðar.
6. gr.
Sé gæludýr, annað en hundar og kettir, handsamað skal viðkomandi eigandi greiða allan útlagðan og áfallinn kostnað sem hlaust af handsömun og umhirðu dýrsins enda séu færð rök fyrir innheimtum kostnaði fyrir veitta þjónustu og/eða framkvæmd.
7. gr.
Hundar sem notaðir eru við búrekstur á lögbýlum eru undanþegnir skráningar- og árgjaldi, en skylt er að framvísa til sveitarfélagsins númeri örmerkingar svo og árlegu vottorði um ormahreinsun.
Eigendur minka-, blindra-, hjálpar-, björgunar- og löggæsluhunda eiga rétt á niðurfellingu gjalda enda leggi þeir fram skilríki um að hundarnir séu notaðir í þeim tilgangi. Þeir eru hins vegar skráningarskyldir og þarf að greiða af þeim skráningargjald.
Eigandi hunds sem sótt hefur hlýðninámskeið hjá viðurkenndum hundaþjálfara getur sótt um 25% afslátt af árgjaldi gegn framvísun gagna um námið.
Eigandi kattar getur sótt um 25% afslátt af árgjaldi gegn staðfestingu þess að kötturinn hafi farið í ófrjósemisaðgerð.
8. gr.
Ofangreind gjaldskrá er sett með vísun til heimilda í samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð, nr. 1040/2025 og 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjaldskráin öðlast þegar gildi.
Við staðfestingu gjaldskrár þessarar sem var samþykkt í sveitarstjórn Dalabyggðar 9. október 2025 fellur úr gildi gjaldskrá vegna hundahalds í Dalabyggð nr. 14/2024.
Búðardal, 9. október 2025.
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri.
B deild — Útgáfudagur: 30. október 2025