Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Fjármála- og efnahagsrn
Málaflokkur
Skattar - gjöld - tollar
Undirritunardagur
24. mars 2022
Útgáfudagur
7. apríl 2022
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 413/2022
24. mars 2022
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 766/2019, um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslu.
1. gr.
Við 3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samstæðufélag getur ekki talist vera móðurfélag innan heildarsamstæðu ef annað samstæðufélag fer með bein eða óbein yfirráð yfir því.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 6. mgr. 91. gr. a. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 24. mars 2022.
F. h. r.
Helga Jónsdóttir.
Vilmar Freyr Sævarsson.
B deild - Útgáfud.: 7. apríl 2022