Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Málaflokkur
Heilbrigðiseftirlit, Atvinnustarfsemi, Starfsleyfi
Undirritunardagur
20. júní 2025
Útgáfudagur
25. júní 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 689/2025
20. júní 2025
REGLUGERÐ
um (2.) breytingu á reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
1. gr.
Hvar sem orðið „Umhverfisstofnun“ í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Umhverfis- og orkustofnun.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á viðauka reglugerðarinnar.
Eftirfarandi starfsemi er bætt við í stafrófsröð:
Veitingastaður.
3. gr. Lagastoð, gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. og 1. og 20. tölul. 5. gr. laganna. Reglugerðin er sett að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga um hlutverk heilbrigðisnefnda við framkvæmd reglugerðar þessarar.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 20. júní 2025.
Jóhann Páll Jóhannsson.
Björn Helgi Barkarson.
B deild - Útgáfud.: 25. júní 2025