Upplýsingar um auglýsingu
Deild
A deild
Stofnun
Forsætisráðuneytið
Málaflokkur
Ríkisstjórn, Stjórnarráð Íslands
Undirritunardagur
16. júlí 2025
Útgáfudagur
18. júlí 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 46/2025
16. júlí 2025
FORSETAÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 5/2025, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Forseti Íslands
gjörir kunnugt:
Að ég, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, staðfesti svohljóðandi forsetaúrskurð um breytingu á forsetaúrskurði nr. 5/2025, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
1. gr.
Á eftir orðinu „hafsbotnsins“ í a-lið 2. tölul. 2. gr. kemur: , að undanskilinni meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla samkvæmt 5. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða.
2. gr.
Á eftir c-lið 4. tölul. 7. gr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: Meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla samkvæmt 5. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða.
3. gr.
Forsetaúrskurður þessi, sem á sér stoð í 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 4. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, öðlast þegar gildi.
Gjört á Bessastöðum, 16. júlí 2025.
Halla Tómasdóttir.
(L. S.)
Kristrún Frostadóttir.
A deild — Útgáfudagur: 18. júlí 2025