Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Vesturbyggð
Málaflokkur
Skipulagsmál, Byggingarmál, Barðastrandarsýslur, Mannvirki
Undirritunardagur
9. janúar 2026
Útgáfudagur
9. janúar 2026
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 9/2026
9. janúar 2026
GJALDSKRÁ
fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Vesturbyggð.
I. KAFLI Gildissvið og gjaldtökuheimild.
1. gr. Almenn heimild.
Heimilt er að taka gjald fyrir veitta þjónustu og verkefni byggingarfulltrúa, m.a. fyrir undirbúning, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, útgáfu byggingarleyfis, útgáfu stöðuleyfa, útmælingu, eftirlit, úttektir, yfirferð hönnunargagna og vottorða sem byggingarfulltrúi lætur í té skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.
Samkvæmt gjaldskrá þessari er heimilt að taka gjald vegna skipulags- og framkvæmdaleyfa skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010.
II. KAFLI Byggingarleyfisgjald.
2. gr. Flokkun bygginga og gjaldskrá.
Greiða skal byggingarleyfisgjald fyrir hverja framkvæmd sem byggingarleyfi er gefið út fyrir. Þó skal ekki innheimta byggingarleyfisgjald fyrir byggingar sem eru 7 m² eða minni, nema um við¬byggingar sé að ræða.
Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er lögboðin meðferð byggingarleyfiserinda, yfirferð teikn¬inga og reglubundið eftirlit.
Vegna málsmeðferðar tilkynntra framkvæmda, skv. 2.3.5 og 2.3.6 gr. í byggingarreglugerð, greiðist afgreiðslugjald kr. 56.398. Innifalið í gjaldi er móttaka og varðveisla gagna, yfirferð m.t.t. samræmis við skipulag og skráning í fasteignaskrá.
Byggingarleyfisgjald samkvæmt eftirfarandi töflu skal innheimt við útgáfu byggingarleyfis:
| Tegund byggingar | Grunngjald | m³ gjald | |
| A. | Íbúðarhúsnæði og aðrar byggingar | 65.974 kr. | 496 kr. |
| á íbúðarlóðum í þéttbýli | |||
| B. | Íbúðarhúsnæði og aðrar byggingar | 65.974 kr. | 336 kr. |
| á íbúðarlóðum utan þéttbýlis | |||
| C. | Iðnaðarhúsnæði | 131.946 kr. | 264 kr. |
| D. | Atvinnuhúsnæði, verslun, þjónusta o.þ.h. | 197.916 kr. | 496 kr. |
| E. | Sérhæfðar byggingar fyrir opinberar | 197.916 kr. | 496 kr. |
| stofnanir, félagsheimili, samkomuhús o.þ.h. | |||
| F. | Minniháttar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir | 17.882 kr. | 90 kr. |
| G. | Útihús á lögbýlum | 35.763 kr. | 178 kr. |
| H. | Stækkun húsnæðis, viðbyggingar, bílskúrar | 65.974 kr. | 496 kr. |
| o.þ.h. 60 m² eða minna | |||
| I. | Niðurrif húsa | 16.988 kr. | 0 kr. |
| J. | Endurnýjun eldra byggingarleyfis | 16.988 kr. | 0 kr. |
III. KAFLI Afgreiðslu- og þjónustugjöld.
3. gr. Gjaldskrá.
Afgreiðslu- og þjónustugjöld samkvæmt eftirfarandi töflu eru með gjalddaga 30 dögum eftir að þjónusta er veitt:
| Tegund þjónustu | Gjald | Athugasemd | |
| A. | Útgáfa stöðuleyfis, ásamt eftirliti og úttekt byggingarfulltrúa, | 24.439 kr. | |
| sem leiðir af veitingu stöðuleyfis fyrir hjólhýsi, gáma o.þ.h. | |||
| og aðrar afgreiðslur skipulags- og umhverfisráðs og byggingarfulltrúa, skipulagt svæði | |||
| B. | Útgáfa stöðuleyfis, ásamt eftirliti og úttekt byggingarfulltrúa, | 65.694 kr. | |
| sem leiðir af veitingu stöðuleyfis fyrir hjólhýsi, gáma o.þ.h. | |||
| og aðrar afgreiðslur skipulags- og umhverfisráðs og byggingarfulltrúa, utan skipulagðs svæðis | |||
| C. | Lóðarúthlutunargjald | 53.761 kr. | óendurkræft |
| D. | Fokheldisvottorð | 21.505 kr. | |
| E. | Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt | 62.723 kr. | |
| F. | Eignaskiptayfirlýsing, hver umfjöllun | 71.685 kr. | |
| G. | Önnur vottorð | 35.844 kr. | |
| H. | Endurskoðun aðaluppdrátta | 35.844 kr. | |
| I. | Stofnun fasteigna í Þjóðskrá Íslands | 35.844 kr. | |
| J. | Aukaúttekt byggingarfulltrúa | 62.723 kr. | |
| L. | Gjald fyrir framlengingu lóðarúthlutunar | 35.844 kr. | |
| M. | Fyrir útgáfu lóðarleigusamnings | 35.844 kr. | |
| N. | Fyrir breytingu á lóðarsamningi | 35.844 kr. | |
| O. | Fyrir breytingu á lóðarblaði eða gerð nýs lóðarblaðs | 35.844 kr. | |
| R. | Fyrir hverja útsetningu lóðar/húss á mælingu | tilboð | |
| S. | Vottorð um byggingastig húsa | 35.844 kr. | |
| T. | Skráning matshluta í Þjóðskrá Íslands | 35.844 kr. | |
| U. | Aðalskipulag, afgreiðslugjald | 16.129 kr. | á klst. |
| V. | Deiliskipulag, afgreiðslugjald | 16.129 kr. | á klst. |
| X. | Byggingarfulltrúi, tímagjald | 17.921 kr. | á klst. |
| Y. | Útkall byggingarfulltrúa | 17.921 kr. | á klst. |
| Z. | Afgreiðslugjald byggingarleyfa | 24.439 kr. |
IV. KAFLI Gjaldtaka á grundvelli skipulagslaga.
4. gr. Meginreglur.
Aðili sem óskar eftir breytingu á aðal- og/eða deiliskipulagi skal greiða þann kostnað sem breyt¬ingin hefur í för með sér. Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra upp¬drátta, breytinga á uppdráttum og kynninga vegna málsins, að undanskildum auglýsingakostnaði. Bæjarstjórn getur ákveðið að falla frá gjaldtöku ef skipulagsvinna á vegum sveitarfélagsins er yfirstandandi eða fyrirhuguð á svæðinu eða skipulagsáætlun þarfnast breytinga af öðrum ástæðum, enda hafi það ekki í för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélagið.
Þegar álit Skipulagsstofnunar skv. lögum nr. 111/2021 er nauðsynlegt vegna framkvæmdar, telst kostnaður sveitarfélagsins vegna þess, hluti af kostnaði við undirbúning leyfis.
Ef kostnaður vegna vinnu skipulagsfulltrúa eða aðkeyptrar vinnu er verulega umfram viðmiðunargjald, vegna umfangs verksins, er heimilt að leggja á til viðbótar tímagjald skipulagsfulltrúa sem er 22.120 kr. án virðisaukaskatts eða gjald skv. reikningi.
5. gr. Skilgreiningar.
Afgreiðslugjald: Gjald sem greitt er við móttöku umsóknar um byggingarleyfi, framkvæmdaleyfi og skipulagsbreytingar. Í gjaldinu felst kostnaður sveitarfélagsins við móttöku og yfirferð erindisins. Gjaldið er ekki endurkræft þótt umsókn sé dregin til baka eða synjað.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður: Kostnaður sveitarfélagsins við afgreiðslu umsóknar, birtingu auglýsinga og vegna annarrar umsýslu.
Breytingarkostnaður: Kostnaður sem fellur til innan sveitarfélagsins við gerð nýs deiliskipulags eða breytingar á gildandi aðal- eða deiliskipulagsuppdráttum.
6. gr. Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga.
| Afgreiðslugjald. | ||
| Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr. skipulagslaga, viðmiðunargjald, án vsk. | 22.120 | kr./klst. |
| Umsýslu- og auglýsingakostnaður. | ||
| Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga | 64.513 | kr. |
| Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga | 32.260 | kr. |
7. gr. Kostnaður vegna deiliskipulags.
| 15.1 Nýtt deiliskipulag. | ||
| Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga – vinna skv. reikningi, án vsk. | 22.120 | kr./klst. |
| Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga | 64.513 | kr. |
| 15.2 Verulegar breytingar. | ||
| Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga – vinna skv. reikningi, án vsk. | 22.120 | kr./klst. |
| Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna verulegra breytinga, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga | 64.513 | kr. |
| 15.3 Óverulegar breytingar. | ||
| Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga– vinna skv. reikningi, án vsk. | 22.120 | kr./klst. |
| Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna óverulegra breytinga, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga | 32.260 | kr. |
| 15.4 Grenndarkynning. | ||
| Grenndarkynning | 99.775 | kr. |
8. gr. Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis.
| Afgreiðslugjald | 76.718 | kr. |
| Framkvæmdaleyfi – framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, viðmiðunargjald | 172.666 | kr. |
| Framkvæmdaleyfi – aðrar framkvæmdir, viðmiðunargjald | 82.069 | kr. |
| Eftirlit umfram eina ferð, sem er innifalin í framkvæmdaleyfisgjaldi | 32.260 | kr. |
V. KAFLI Greiðsluskilmálar og gildistaka.
9. gr. Greiðsluskilmálar.
Innheimta skal byggingarleyfisgjald fyrir hverja þá framkvæmd sem byggingarleyfi er gefið út fyrir. Byggingarleyfi öðlast gildi við greiðslu byggingarleyfisgjalds. Innifalið í gjaldinu er lögboðin meðferð byggingarleyfisskyldra erinda, lóðarblöð, yfirferð teikninga, útsetning húss og reglubundið eftirlit eftir því sem við á.
Heimilt er að semja um greiðslufrest og skal það gert skv. sérstökum greiðslusamningi.
Afgreiðslu- og þjónustugjöld skv. 9. gr. skal greiða innan mánaðar frá því að þjónustan var veitt.
10. gr. Gildistaka.
Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af bæjarstjórn Vesturbyggðar skv. 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fjárhæðir samkvæmt gjaldskrá þessari taka breytingum fyrsta hvers mánaðar samkvæmt breytingum á vísitölu byggingarkostnaðar, 201 stig í október 2025 og breytist hverju sinni til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.
Gjaldskráin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá um byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Vesturbyggð, nr. 1731/2024.
Vesturbyggð, 9. janúar 2026.
Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri.
B deild — Útgáfudagur: 9. janúar 2026