Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Háskóli Íslands

Málaflokkur

Menntamál, Háskólar

Undirritunardagur

8. janúar 2021

Útgáfudagur

22. janúar 2021

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 36/2021

8. janúar 2021

REGLUR

um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Á eftir 28. mgr. 84. gr. reglnanna bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Diplómanám í fólksflutningum og fjölmenningu (e. Migration and multicultural society) er sjálfstætt 30 eininga nám að loknu BA-prófi eða sambærilegu háskólaprófi. Nám þetta er hægt að fá metið inn í meistaranám í hnattrænum fræðum.

2. gr.

Á eftir 17. mgr. 86. gr. reglnanna bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Diplómanám í hamfarafélagsráðgjöf er sjálfstætt 30 eininga nám að loknu BA-prófi eða sambærilegu háskólaprófi. Að jafnaði er krafist fyrstu einkunnar.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. reglnanna:

  1. Stafliður e í upptalningu kennslugreina í 1. mgr. fellur brott.
  2. Á eftir núverandi h-lið 1. mgr. bætist við nýr stafliður, svohljóðandi: Til MA-prófs í norðurslóðafræðum.
  3. Á eftir 11. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
    Meistaranám í norðurslóðafræðum (e. Arctic Studies) er 120 eininga hagnýtt og fræðilegt nám í samstarfi við Háskóla Grænlands. Markmið námsins er að undirbúa nemendur undir vinnumarkaðinn og/eða doktorsnám. Nemendur fá haldgóðan fræðilegan og hagnýtan grunn í norðurslóðafræðum ásamt aðferðafræði og kenningum félagsvísinda. Námið samanstendur af 90 einingum í námskeiðum og 30 eininga lokaritgerð.
  4. Á eftir núverandi 19. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
    Diplómanám í norðurslóðafræðum (e. Arctic Studies) er sjálfstætt 30 eininga nám að loknu BA-prófi eða sambærilegu háskólaprófi. Nám þetta er hægt að fá metið inn í meistaranám í alþjóðasamskiptum eða norðurslóðafræðum, að uppfylltum inntökuskilyrðum.

4. gr.

Á eftir a-lið 1. mgr. 109. gr. reglnanna bætist við nýr stafliður, svohljóðandi: Til MT-prófs: Tungumálakennsla.

5. gr.

Á eftir a-lið 1. mgr. 113. gr. reglnanna bætist við nýr stafliður, svohljóðandi: Til MT-prófs: Íslenskukennsla.

6. gr.

Á eftir a-lið 1. mgr. 115. gr. reglnanna bætist við nýr stafliður, svohljóðandi: Til MT-prófs: Heimspekikennsla og sögukennsla.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 122. gr. reglnanna:

  1. Á eftir a-lið í 1. mgr. bætist við nýr stafliður, svohljóðandi: Til MT-prófs: Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans.
  2. Á eftir 7. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
    Til MT-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu B.Ed.-prófi í kennaranámi, eða bakkalárprófi í þroskaþjálfafræði, uppeldis- og menntunarfræði eða skyldum greinum. Nám til MT-prófs er á stigi 2.1 samkvæmt viðmiðum um æðri menntun og prófgráður. Það telst því viðbótarpróf á meistarastigi og veitir ekki aðgang að doktorsnámi.
  3. Á eftir núverandi 15. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
    Diplómanám í sérkennslufræði og skóla margbreytileikans er sjálfstætt 60 eininga nám á meistarastigi.
  4. Á undan núverandi 16. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
    Diplómanám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf er sjálfstætt 60 eininga nám á meistarastigi.

8. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 8. janúar 2021.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 22. janúar 2021

Tengd mál