Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
13. nóvember 2025
Útgáfudagur
27. nóvember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1226/2025
13. nóvember 2025
REGLUR
um breytingu á reglum um inntökuskilyrði í grunnám við Háskóla Íslands, nr. 331/2022.
1. gr.
2. mgr. 17. gr. reglnanna orðast svo: Til að hefja nám til BA-gráðu í íslensku sem öðru máli og íslenskustoð þarf umsækjandi enn fremur að standast lágmarkskröfur á stöðuprófi sem haldið er fyrir upphaf hvers háskólaárs. Umsækjendur um hagnýtt nám í íslensku sem öðru máli þurfa einnig að standast lágmarkskröfur á stöðuprófi sem sérstaklega er haldið fyrir námsleiðina. Umsækjendur um hagnýtt nám í íslensku sem öðru máli, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á kunnáttu sína í ensku með TOEFL (lágmarkseinkunn 79), IELTS Academic (lágmarkseinkunn 6,5) eða PTE Academic (lágmarkseinkunn 58).
2. gr.
Í lok 1. mgr. 23., 24., 25., 26., 27. og 28. gr. reglnanna bætist við nýr málsliður svohljóðandi: Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr.
3. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við reglur nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands með heimild í 18. gr. laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008, og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 13. nóvember 2025.
Silja Bára R. Ómarsdóttir.
Magnús Jökull Sigurjónsson.
B deild — Útgáfudagur: 27. nóvember 2025