Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
12. júní 2025
Útgáfudagur
27. júní 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 710/2025
12. júní 2025
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 543/2010 um Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands.
1. gr.
Í stað orðanna „15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla“ í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. reglnanna koma orðin: 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
2. gr.
Í stað orðanna „vísindamenn, fræðimenn og sérfræðingar“ í 1. málsl. stafliðar a í 6. mgr. 8. gr. reglnanna koma orðin: rannsóknaprófessorar, rannsóknadósentar og rannsóknalektorar.
3. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands á grundvelli heimildar í 3. mgr. 11. gr. og 1. og 5. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, eru settar í samræmi við 27. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast gildi 1. júlí 2025.
Háskóla Íslands, 12. júní 2025.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
B deild - Útgáfud.: 27. júní 2025