Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
5. mars 2009
Útgáfudagur
25. mars 2009
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 316/2009
5. mars 2009
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 1055/2006 um alþjóðlegt meistaranám í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti.
1. gr.
Þriðja grein breytist og verður svohljóðandi:
Meistaranámið jafngildir 90 námseiningum (ECTS) og skal meistaranemi þar af ljúka a.m.k. 60 námseiningum (ECTS) með prófum og öðru námsmati í námskeiðum og 30 námseiningum (ECTS) með lokaverkefni, sbr. þó 4. mgr. 5. gr.
Deildarfundur lagadeildar ákvarðar hvaða námskeið boðið er upp á í meistaranáminu að fenginni tilllögu frá meistaranámsnefnd og skulu breytingar á framboði námskeiða alla jafna liggja fyrir þann 1. desember ár hvert fyrir næstkomandi háskólaár.
Heimilt er samkvæmt umsókn nemanda í meistaranáminu, sem berst lagadeild eigi síðar en 15. júní fyrir komandi háskólaár, að veita undanþágur frá því að þreyta próf í einstökum námskeiðum í meistaranáminu, þó að hámarki sem samsvarar 12 námseiningum (ECTS), enda sýni nemandi þá fram á með viðeigandi gögnum að hann hafi þegar stundað sambærilegt nám á meistarastigi við háskóla.
Nemandi skal hafa lokið meistaranámi eigi síðar en þremur árum eftir fyrstu innritun í námið.
2. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar eru settar af háskólaráði skv. heimild í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 85/2008, um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 5. mars 2009.
Kristín Ingólfsdóttir.
Þórður Kristinsson.
B deild - Útgáfud.: 25. mars 2009