Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
5. desember 2025
Útgáfudagur
11. desember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1349/2025
5. desember 2025
REGLUR
um breytingu á reglum um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands, nr. 331/2022.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglnanna:
- Á eftir 1. mgr. bætist við ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. - Núverandi 2. mgr. verður 3. mgr.
2. gr.
Í lok 5. gr. reglnanna bætist við ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi: Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglnanna:
- Á eftir 1. mgr. bætist við ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. - Núverandi 2. mgr. verður 3. mgr.
4. gr
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglnanna:
- Á eftir 1. mgr. bætist við ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. - Núverandi 2. mgr. verður 3. mgr.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglnanna:
- Á eftir 2. mgr. bætist við ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:
Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. - Núverandi 3. mgr. verður 4. mgr.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglnanna:
- 1. mgr. orðast svo:
Til að hefja B.Ed.-nám í deild faggreinakennslu skal nemandi hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla með að lágmarki 20 framhaldsskólaeiningum í íslensku og þar af 10 framhaldsskólaeiningum á 3. hæfniþrepi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá Háskólabrú Keilis, Háskólagrunni Háskólans í Reykjavík eða Háskólagátt Háskólans á Bifröst teljast sambærileg stúdentsprófi ef sótt er um nám við deildina, enda hafi umsækjandi lokið að lágmarki 20 framhaldsskólaeiningum í íslensku og þar af 10 framhaldsskólaeiningum á 3. hæfniþrepi. Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku við deild faggreinakennslu, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. - 3. mgr. orðast svo:
Til að hefja diplómanám í kennslufræði fyrir starfsmenntakennara á bakkalárstigi í deild faggreinakennslu skal nemandi hafa lokið meistararéttindum í iðngrein eða löggiltu starfsréttindaprófi úr framhaldsskóla. Gerð er krafa um tveggja ára starfsreynslu í fagi hjá þeim sem tilheyra ekki löggiltum iðngreinum. Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda diplómanám fyrir starfsmenntakennara, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. - 4. mgr. fellur brott.
- Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, 4. mgr., sem orðast svo:
Til að hefja diplómanám í skapandi sjálfbærni á Hallormsstað á bakkalárstigi í deild faggreinakennslu skal nemandi hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá Háskólabrú Keilis, Háskólagrunni Háskólans í Reykjavík eða Háskólagátt Háskólans á Bifröst teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í diplómanám í skapandi sjálfbærni á Hallormsstað.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. reglnanna:
- 1. mgr. orðast svo:
Til að hefja B.Ed.-nám í heilsueflingu og heimilisfræði eða BS-nám í íþrótta- og heilsufræði skal nemandi hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla með að lágmarki 20 framhaldsskólaeiningum í íslensku og þar af 10 framhaldsskólaeiningum á 3. hæfniþrepi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá Háskólabrú Keilis, Háskólagrunni Háskólans í Reykjavík eða Háskólagátt Háskólans á Bifröst teljast sambærileg stúdentsprófi ef sótt er um nám við deildina enda hafi umsækjandi lokið að lágmarki 20 framhaldsskólaeiningum í íslensku og þar af 10 framhaldsskólaeiningum á 3. hæfniþrepi. Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. - Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, 2. mgr., sem orðast svo:
Til að hefja BA-nám í tómstunda- og félagsmálafræði skal nemandi hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. Lokapróf frá Háskólabrú Keilis, Háskólagrunni Háskólans í Reykjavík eða Háskólagátt Háskólans á Bifröst teljast sambærileg stúdentsprófi. - Núverandi 2. mgr. verður 3. mgr., 3. mgr. verður 4. mgr. og 4. mgr. verður 5. mgr.
8. gr.
1. mgr. 21. gr. reglnanna orðast svo:
Til að hefja B.Ed.-nám í deild kennslu- og menntunarfræði skal nemandi hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla með að lágmarki 20 framhaldsskólaeiningum í íslensku og þar af 10 framhaldsskólaeiningum á 3. hæfniþrepi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá Háskólabrú Keilis, Háskólagrunni Háskólans í Reykjavík eða Háskólagátt Háskólans á Bifröst teljast sambærileg stúdentsprófi ef sótt er um nám við deildina, enda hafi umsækjandi lokið að lágmarki 20 framhaldsskólaeiningum í íslensku og þar af 10 framhaldsskólaeiningum á 3. hæfniþrepi. Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku við deild kennslu- og menntunarfræði, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr.
9. gr.
Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 22. gr. reglnanna kemur nýr málsliður svohljóðandi: Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku við deild menntunar- og margbreytileika, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr.
10. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. reglnanna:
- Málsgreinar 3 og 4 falla brott.
- Á eftir 2. mgr. bætist við ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:
Æskilegur undirbúningur fyrir nám í lífefna- og sameindalíffræði: Æskilegt er að nemendur hafi lokið stúdentsprófi af náttúrufræðibraut. Óháð því er mælt með góðum undirbúningi í raungreinum eða 30 einingum í stærðfræði og 50 einingum í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 einingum í eðlisfræði, 10 einingum í efnafræði og 10 einingum í líffræðigreinum. - Núverandi 5. mgr. verður 4. mgr.
11. gr.
Reglur þessar eru settar af háskólaráði Háskóla Íslands með heimild í 18. gr. laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008, sbr. 47. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands, nr. 569/2009, og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 5. desember 2025.
Silja Bára R. Ómarsdóttir.
Magnús Jökull Sigurjónsson.
B deild — Útgáfudagur: 11. desember 2025