Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Ísafjarðarbær
Málaflokkur
Sorphreinsun, Ísafjarðarbær
Undirritunardagur
4. nóvember 2021
Útgáfudagur
15. desember 2021
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1439/2021
4. nóvember 2021
GJALDSKRÁ
fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ.
1. gr.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar er heimilt að leggja á sérstakt sorpgjald vegna söfnunar, förgunar, móttöku og flokkunar á sorpi í sveitarfélaginu samkvæmt 8. gr. samþykktar um sorphirðu í Ísafjarðarbæ nr. 1221/2011.
2. gr.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að sorphirðugjald verði 19.900 kr. og sorpförgunargjald 37.900 kr. samkvæmt samþykkt um sorphirðu. Auk þess hefur bæjarstjórn ákveðið að sorpförgunargjald á sumarbústaði og íbúðarhúsnæði með ákvæði um takmörkun á íveru vegna snjóflóðahættu verði 18.950 kr.
Ofangreind gjöld skulu innheimt samhliða fasteignagjöldum.
3. gr.
Móttöku- og urðunargjald rekstraraðila á endurvinnslustöð:
a) | Ekki er tekið neitt gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarða, heyrúlluplast, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki. | |
b) | Íbúar Ísafjarðarbæjar þurfa ekki að greiða móttökugjald fyrir garðaúrgang. | |
c) | Gjald fyrir móttöku í endurvinnslustöð í Ísafjarðarbæ er: | |
Blandaður/grófur úrgangur | 37 kr./kg | |
Timbur | 46 kr./kg |
4. gr.
Gjaldskrá þessi sem er samþykkt af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, staðfestist samkvæmt heimild 8. gr. samþykktar um sorphirðu í Ísafjarðarbæ, skv. lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, til þess að öðlast gildi þann 1. janúar 2022. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1388/2020.
Samþykkt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, 4. nóvember 2021.
Birgir Gunnarsson bæjarstjóri.
B deild - Útgáfud.: 15. desember 2021