Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Hafnarfjarðarkaupstaður

Málaflokkur

Skipulagsmál, Hafnarfjörður

Undirritunardagur

26. júní 2025

Útgáfudagur

10. júlí 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 782/2025

26. júní 2025

AUGLÝSING

um skipulagsmál í Hafnarfjarðarkaupstað.

Breyting á deiliskipulagi – iðnaðarsvæði Reykjavíkurvegar vegna Dalshrauns 8.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 var samþykkt á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júní 2025 breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis Reykjavíkurvegar vegna Dalshrauns 8. Í breytingunni felst að heimilað verður að reisa allt að 270 m² viðbyggingu á einni hæð fyrir bílaþvottastöð á lóðinni. Aðkoma að þvottastöðinni verður frá Stakkahrauni og útkeyrsla til norðurs út á Dalshraun. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,37 í 0,41. Málsmeðferð var skv. 2. mgr. 43. gr. ofangreindra laga.

Breyting á deiliskipulagi Vesturbæjar vegna Tunguvegar 3.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 var samþykkt á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júní 2025 breyting á deiliskipulagi Vesturbæjar vegna Tunguvegar 3. Breytingin felst í því að bætt er við heimild til að hækka lofthæð núverandi iðnaðarhluta/bakhúss. Málsmeðferð var skv. 2. mgr. 43. gr. ofangreindra laga.

Uppdrættir ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

Hafnarfirði, 26. júní 2025.

F.h. skipulagsfulltrúa,

Anne Steinbrenner verkefnastjóri.

B deild — Útgáfudagur: 10. júlí 2025

Tengd mál