Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs.
Málaflokkur
Skipulagsmál, Árnessýsla
Undirritunardagur
18. júlí 2025
Útgáfudagur
1. ágúst 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 862/2025
18. júlí 2025
AUGLÝSING
um deiliskipulag í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:
Deiliskipulagsbreyting, Vesturbyggð á Borg, fyrsti áfangi, lóðarmörk og byggingarreitur, Skógartún 5, 8, 10.
Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Skógartúns 5, 8 og 10. Í breytingunni felst að Skógartún 8 stækkar um 170 fm og Skógartún 10 minnkar um 209 fm. Suðvesturmörk byggingarreits Skógartúns 5 færist til þannig að þau eru nú í 3 m fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 4 m.
Samþykkt í sveitarstjórn dags. 27. júní 2025.
Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
Laugarvatni, 18. júlí 2025.
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.,
Vigfús Þór Hróbjartsson.
B deild — Útgáfudagur: 1. ágúst 2025