Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Málaflokkur
Þjóðgarðar, Þingvellir
Undirritunardagur
21. desember 2023
Útgáfudagur
28. desember 2023
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1571/2023
21. desember 2023
AUGLÝSING
um staðfestingu reglna Þingvallanefndar um gestagjöld innan þjóðgarðsins á Þingvöllum fyrir veitta þjónustu og dvöl þar.
Með vísan til 1. mgr. 7. gr. laga nr. 47/2004, um þjóðgarðinn á Þingvöllum, sbr. e-lið 6. gr. reglugerðar nr. 848/2005, hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfest reglur Þingvallanefndar um gestagjöld innan þjóðgarðsins á Þingvöllum fyrir veitta þjónustu og dvöl þar, sem birtar eru sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Auglýsingin öðlast gildi 1. janúar 2024. Frá sama tíma fellur úr gildi auglýsing nr. 659/2018 um staðfestingu reglna Þingvallanefndar um gestagjöld innan þjóðgarðsins á Þingvöllum fyrir veitta þjónustu og dvöl þar.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 21. desember 2023.
F. h. r.
Stefán Guðmundsson.
Ólafur Darri Andrason.
Fylgiskjal.
(sjá
PDF-skjal)
B deild - Útgáfud.: 28. desember 2023