Upplýsingar um auglýsingu
Deild
C deild
Stofnun
Utanríkisráðuneytið
Málaflokkur
Filippseyjar
Undirritunardagur
17. maí 2024
Útgáfudagur
4. september 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 87/2024
17. maí 2024
AUGLÝSING
um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja.
Hinn 3. október 2019 var norska utanríkisráðuneytinu afhent fullgildingarskjal Íslands vegna fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja sem gerður var í Bern 28. apríl 2016. Alþingi hafði með ályktun nr. 28/149 hinn 13. maí 2019 heimilað ríkisstjórninni að fullgilda samninginn. Samningurinn öðlaðist gildi gagnvart Íslandi 1. janúar 2020.
Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari. Viðauka við samninginn og nánari upplýsingar um hann má nálgast á vef utanríkisráðuneytisins.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 17. maí 2024.
F. h. r.
Martin Eyjólfsson.
Anna Jóhannsdóttir.
C deild — Útgáfudagur: 4. september 2025