Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Málaflokkur
Sjóðir og stofnanir, Skipulagsskrár
Undirritunardagur
3. desember 2019
Útgáfudagur
17. desember 2019
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1151/2019
3. desember 2019
SKIPULAGSSKRÁ
fyrir Styrktar- og fræðslusjóð um Downs heilkenni.
1. gr. Heiti.
Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og heitir Styrktar- og fræðslusjóður um Downs heilkenni. Sjóðurinn starfar skv. lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.
Sjóðurinn stundar ekki atvinnurekstur.
2. gr. Heimilisfang.
Heimilisfang sjóðsins er í Kópavogi.
3. gr. Markmið.
Markmið sjóðsins er að styrkja fagfólk, umönnunaraðila og aðra tengda aðila eða sjóði til menntunar, rannsókna, eða stuðnings í verkefnum sem stuðla að auknum lífsgæðum og þjónustu við einstaklinga sem greindir hafa verið með Downs heilkenni (e. Downs Syndrome).
Fjármunum sjóðsins skal einungis ráðstafað í þágu ofangreindra markmiða eftir nánari ákvörðun sjóðstjórnar.
4. gr. Stofnendur.
Stofnandi sjóðsins er Líknarsjóður Harðar og Unnar, kt. 450796-2129, Ljárskógum 1, Reykjavík.
5. gr. Stofnfé.
Stofnfé sjóðsins er kr. 20.000.000 (ritað krónur tuttugu milljónir) sem lagt er fram af stofnanda í reiðufé, sbr. 4. gr. Stofnunin ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með öllum eignum sínum og öðrum þeim verðmætum er hún kann að eignast síðar. Stofnandi hefur engin sérréttindi í stofnuninni.
Heimilt er að nýta stofnfé sjóðsins að öllu leyti í þágu markmiða sjóðsins skv. 3. gr.
6. gr. Stjórn.
Stjórn stofnunarinnar skal skipuð fimm einstaklingum. Í fyrstu stjórn sjóðsins skulu skipuð Gunnlaugur Bollason, kt. 240682-3709, Unnur Þorgeirsdóttir, kt. 200972-5629, Elva Brjánsdóttir, kt. 260492-2689, Lilja Benediktsdóttir, kt. 170297-2379 og Reynir Páll Helgason, kt. 180882-5539. Falli stjórnarmaður frá eða láti af störfum skulu þeir sem eftir sitja í stjórninni kjósa annan meðlim í hans stað og skal þá einfaldur meirihluti ráða í slíkri kosningu. Falli atkvæði jöfn skal atkvæði formanns stjórnar ráða úrslitum.
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Stjórnin stýrir öllum málefnum stofnunarinnar og kemur fram út á við fyrir hönd hennar. Stjórnin skal sjá til þess að skipulag og starfsemi hennar sé jafnan í réttu og góðu horfi. Undirskriftir meirihluta stjórnar skuldbinda stofnunina. Stjórn stofnunarinnar getur veitt umboð fyrir stofnunina.
Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar sækir fund. Mikilvægar ákvarðanir má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi fengið tækifæri til að fjalla um málið, sé þess nokkur kostur.
Halda skal fundargerðabók um það sem gerist á stjórnarfundum.
7. gr. Fundarboðun.
Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda. Hver stjórnarmaður getur krafist þess að stjórnarfundur sé haldinn. Stjórninni er heimilt að setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa hennar.
8. gr. Endurskoðendur.
Stjórn sjóðsins skal velja einn eða fleiri löggilta endurskoðendur eða skoðunarmenn til að endurskoða reikninga stofnunarinnar fyrir hvert starfsár. Endurskoðendur má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna stofnunarinnar.
9. gr. Reikningsárið.
Reikningsárið er almanaksárið og er fyrsta reikningstímabil frá stofnun sjóðsins og til næstu áramóta.
10. gr. Breyting skipulagsskrár, slit og sameining.
Til þess að breyta skipulagsskrá þessari, sameina sjóðinn annarri sjálfseignarstofnun eða leggja hann niður, þarf samþykki allra stjórnarmanna. Slíkt skal svo borið skriflega undir embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Komi til niðurlagningar sjóðsins skal hreinni eign hans varið til þeirra markmiða sem greint er frá í 3. gr. hér að ofan eða skyldra markmiða.
11. gr. Staðfesting sýslumanns.
Leita skal staðfestingar sýslumannsins á Norðurlandi vestra á skipulagsskrá þessari.
Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988.
F.h. sýslumannsins á Norðurlandi vestra, 3. desember 2019,
Björn Hrafnkelsson.
Auður Steingrímsdóttir.
B deild - Útgáfud.: 17. desember 2019