Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (2012-2022)
Málaflokkur
Atvinnuréttindi
Undirritunardagur
30. nóvember 2015
Útgáfudagur
11. desember 2015
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1105/2015
30. nóvember 2015
REGLUR
um mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig verkfræðing.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Verkfræðingafélag Íslands hafa komið sér saman um að miða við eftirfarandi reglur við mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig verkfræðing, sbr. 1.-3. gr. laga nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum.
1. gr.
Reglur þessar gilda um mat á umsóknum um leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur. Verkfræðingafélag Íslands er umsagnaraðili um hvort nám umsækjanda sé fullnaðarmenntun í verkfræði.
2. gr.
Sækja skal um leyfi til að kalla sig verkfræðing til iðnaðar- og viðskiptaráðherra eða þess ráðherra sem fer með lög um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, nr. 8/1996.Umsókninni skal fylgja staðfest yfirlit yfir námsferil (einkunnir) og frumrit af prófskírteinum eða staðfest ljósrit frá viðkomandi skóla.
Ráðherra sendir umsóknir um leyfi til að kalla sig verkfræðing til umsagnar Verkfræðingafélags Íslands. Umsækjanda er einnig heimilt að senda umsókn um leyfi beint til Verkfræðingafélags Íslands til umsagnar.
3. gr.
Menntamálanefnd Verkfræðingafélagsins fjallar um allar umsóknir sem félaginu berast og sendir ráðherra umsögn sína. Menntamálanefndin skal leitast við að svara erindum svo skjótt sem verða má og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að erindi, ásamt fullnægjandi fylgigögnum, berast. Séu fylgigögn ófullnægjandi skal nefndin upplýsa ráðherra um að umsókn sé ábótavant og útskýra hvaða gögn vanti.
4. gr.
Menntamálanefnd Verkfræðingafélagsins leggur hlutlaust mat á þær umsóknir sem henni berast. Mat menntamálanefndar byggist á kröfum félagsins til menntunar umsækjanda.
Menntamálanefndin skal mæla með því við ráðherra að umsækjandi fái leyfi ráðherra til að kalla sig verkfræðing ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
Lokið er með prófgráðu námi við tækniháskóla eða verkfræðideild háskóla sem menntamálanefnd telur færan um að veita fullnægjandi menntun á viðkomandi sérsviði. Prófgráðan skal að námslengd og samsetningu vera sambærileg meistaraprófi í verkfræði, að jafnaði 300 ECTS, en að lágmarki 270 ECTS. Nánar tiltekið skal prófgráðan fullnægja eftirfarandi lágmarkskröfum Verkfræðingafélagsins um samsetningu:
| a) | Undirstöðugreinar verkfræðinnar | 50 ECTS | |
| b) | Verkfræðilegar undirstöðugreinar | 50 ECTS | |
| c) | Verkfræðigreinar | 120 ECTS |
Þessu
til
viðbótar
skulu
vera
50–80
ECTS,
sem
almennt
eru
í
verkfræðigreinum,
en
geta
þó
einnig
verið
í
undirstöðugreinum
verkfræðinnar
eða
í
verkfræðilegum
undirstöðugreinum.
Þessar
viðbótareiningar
geta
einnig
verið
í
annars
konar
námsgreinum
að
frjálsu
vali,
að
því
tilskildu
að
prófgráðan
í
heild
geti
talist
vera
heilsteypt
nám.
Í
viðauka
1
er
listi
yfir
helstu
námsgráður
sem
almennt
teljast
fullnægja
framangreindum
skilyrðum
ef
allt
námið
hefur
verið
stundað
við
háskóla
eða
tækniháskóla
sem
menntamálanefnd
Verkfræðingafélags
Íslands
telur
færan
um
að
veita
fullnægjandi
menntun
á
viðkomandi
sérsviði.
Þar
eru
einnig
útskýringar
á
mati
á
erlendum
skólum.
Í
viðauka
2
eru
skilgreiningar
á
námsgreinum
sem
teljast
vera
undirstöðugreinar
verkfræðinnar,
verkfræðilegar
undirstöðugreinar
og
verkfræðigreinar.
Þar
er
einnig
skilgreining
á
ECTS
einingum.
5. gr.
Menntamálanefnd Verkfræðingafélagsins sendir umsögn sína til framkvæmdastjóra félagsins, sem skal leggja umsögnina fyrir stjórn Verkfræðingafélagsins.
6. gr.
Ef umsögn menntamálanefndar Verkfræðingafélagsins er jákvæð ber stjórn félagsins að mæla með því við ráðherra að umsækjandi fái leyfi ráðherra til að kalla sig verkfræðing.
Ef umsögn menntamálanefndar er neikvæð ber stjórn Verkfræðingafélagsins að mæla gegn því að umsækjandi fái leyfi ráðherra til að kalla sig verkfræðing og skal stjórnin rökstyðja þá ákvörðun.
7. gr.
Framkvæmdastjóri Verkfræðingafélagsins tilkynnir ráðherra hverja afgreiðslu umsóknin hefur hlotið.
8. gr.
Reglur þessar voru samþykktar á stjórnarfundi Verkfræðingafélags Íslands þann 20. nóvember 2015.
9. gr.
Reglur þessar eru settar á grundvelli 3. gr. laga nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum og öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.
Ákvæði til bráðabirgða.
Þeir sem innritast hafa í verkfræðinám fyrir 1. janúar árið 2016 og stunda nám sitt samfellt eiga þess kost að fá próf sitt metið eftir þeim matsreglum sem í gildi voru við innritun.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. nóvember 2015.
Ragnheiður
Elín
Árnadóttir
iðnaðar-
og
viðskiptaráðherra.
Kristján Skarphéðinsson.
VIÐAUKAR
(sjá
PDF-skjal)
B deild - Útgáfud.: 11. desember 2015