Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Rangárþing ytra
Málaflokkur
Skipulagsmál, Rangárvallasýsla
Undirritunardagur
19. desember 2025
Útgáfudagur
9. janúar 2026
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1655/2025
19. desember 2025
AUGLÝSING
um skipulagsmál í Rangárþingi ytra.
Bjargshverfi, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti 8. október 2025 tillögu að deiliskipulagi fyrir Bjargshverfi, nýtt íbúðarhverfi vestan Ytri-Rangár á Hellu. Gert er ráð fyrir allt að 100 íbúðareiningum í mismunandi tegundum húsa, einbýlis-, par- og raðhúsum. Gerð er grein fyrir tengingum við aðra vegi og samgöngum innan svæðisins. Tengslum við þéttbýlið austan Ytri-Rangár eru gerð skil með áformuðum göngubrúm og göngustígum. Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.
Hellu, 19. desember 2025.
F.h. Rangárþings ytra,
Birgir Haraldsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
B deild — Útgáfudagur: 9. janúar 2026