Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Atvinnuvega- og nýsköpunarrn
Málaflokkur
Mælitæki
Undirritunardagur
7. maí 2018
Útgáfudagur
11. maí 2018
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 465/2018
7. maí 2018
AUGLÝSING
um gjald vegna þátttöku á vigtarmannanámskeiðum í Reykjavík.
Samkvæmt 24. gr. laga nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn skal ráðherra ákveða gjald til að standa straum af kostnaði við framkvæmd prófa varðandi löggildingu vigtarmanna. Skal fjárhæðin taka mið af kostnaði við námskeiðin og framkvæmd prófsins.
Við námskeiðsgjald bætist löggildingargjald í samræmi við lög nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs eins og það er á þeim tíma sem löggilding fer fram.
Námskeiðin skiptast í almennt námskeið og endurmenntunarnámskeið. Námskeiðsgjald og löggildingargjald fyrir námskeiðin sjást í meðfylgjandi töflu:
Námskeið | Námskeiðsgjald, kr. | Löggildingargjald, kr. | Samtals, kr. |
Almennt | 88.500 | 8.300 | 96.800 |
Endurmenntun | 37.200 | 8.300 | 45.500 |
Aukakostnaður vegna námskeiða utan Reykjavíkur reiknast fyrir hvert tilvik og byggist á dagpeningum, ferðakostnaði og ferðatíma.
Auglýsing þessi tekur þegar gildi og jafnframt er úr gildi fallin auglýsing nr. 376/2016.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 7. maí 2018.
F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
Ingvi Már Pálsson.
Ólafur Egill Jónsson.
B deild - Útgáfud.: 11. maí 2018